Víkingur fékk erfiðasta mótherjann

Víkingar fá krefjandi mótherja.
Víkingar fá krefjandi mótherja. mbl.is/Óttar Geirsson

Víkingur úr Reykjavík fær verðugt verkefni í fyrstu umferð Sambandsdeildar karla í knattspyrnu en liðið dróst á móti lettneska liðinu Riga. 

Fyrst leika liðin í Riga þann 13. júlí og síðan á Íslandi þann 20. júlí.

Dregið var í höfuðstöðvum UEFA í Sviss í dag en ásamt Víkingum var KA einnig í pottinum, bæði í neðri styrkleikaflokki í sínum riðlum. Riga var líklega erfiðasti mótherjinn sem stóð Víkingum til boða í sínum riðli.

KA dróst á móti velska liðinu Connah´s Quay Nomads, en fyrri leikur liðanna verður leikinn á Framvellinum í Úlfarsárdal 13. júlí og sá seinni í Wales 20. júlí. Möguleikar KA ættu að vera nokkuð góðir þar sem íslensk lið hafa ávallt haft betur í viðureignum við lið frá Wales í Evrópumótunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert