„Hefði verið sætt en ég virði stigið“

Kristrún Ýr Holm í baráttu við Ídu Marín Hermannsdóttur í …
Kristrún Ýr Holm í baráttu við Ídu Marín Hermannsdóttur í leik liðanna á síðasta tímabili. mbl.is/Kristinn Magnússon

Kristrún Ýr Holm, fyrirliði Keflavíkur, átti virkilega góðan leik í vörninni þegar Keflavík náði í gríðarlega sterkt stig í 1:1 jafntefli gegn toppliði Vals á heimavelli í Bestu deildinni í knattspyrnu í kvöld.

Kristrún Ýr var til viðtals eftir leikinn og hafði þetta að segja:

„Ég er virkilega sátt með stigið og frammistöðuna í leiknum. Ég er smá vonsvikin að hafa ekki tekið öll stigin. Það hefði verið sætt en ég virði stigið.“

Keflavíkur liðið sýndi flotta takta og varnarleikurinn var mjög skipulagður.
Það var svo seint í leiknum í stöðunni 1:1 þegar Valskonur fengu víti og klúðruðu því.

Hvernig var uppleggið í kjölfarið?

„Við ætluðum að að loka svæðunum vel þannig að Valur næði ekki að opna okkur og skapa sér færi sem við bjuggumst við að þær myndu gera. Það varð svo raunin og við náðum að loka vel á þær.

En ég er mjög fegin að við náðum að halda þessu. Þetta var leikur tveggja hálfleika. Mér fannst við virkilega góðar og mér leið mjög vel inni á vellinum.

Mér fannst við hafa tök á þessu en svo var það öfugt í síðari hálfleik. Við stóðum okkur vel samt sem áður,“ sagði Kristrún Ýr einnig í samtali við mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert