KA og Víkingur til Írlands og Ungverjalands?

KA og Víkingur leika í Sambandsdeildinni 13. og 20. júlí, …
KA og Víkingur leika í Sambandsdeildinni 13. og 20. júlí, og áfram næstu tvær vikur á eftir ef liðin komast í 2. umferð. Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir

KA og Víkingur vita nú hvaða andstæðingar geta beðið þeirra í 2. umferð Sambandsdeildar karla í fótbolta, takist þeim að slá út mótherja sína í fyrstu umferð keppninnar.

Dregið var til 2. umferðar í höfuðstöðvum UEFA rétt í þessu en leikirnir fara fram 27. júlí og 2. ágúst.

Ef KA-menn slá út Connah's Quay Nomads frá Wales í fyrstu umferðinni leika þeir í 2. umferð gegn sigurvegaranum úr einvígi Dundalk frá Írlandi og Magpies frá Gíbraltar, sem mætast í fyrstu umferð.

Ef Víkingar slá út Riga frá Lettlandi í fyrstu umferðinni mæta þeir ungverska liðinu Kecskemáti í 2. umferð en Ungverjarnir sitja hjá í fyrstu umferð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert