Ronaldo: Takk Ísland

Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, heiðrar Cristiano Ronaldo fyrir landsleik gærdagsins.
Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, heiðrar Cristiano Ronaldo fyrir landsleik gærdagsins. mbl.is/Eyþór Árnason

„Ég er einstaklega glaður í dag,“ sagði knattspyrnumaðurinn og Portúgalinn Cristiano Ronaldo í samtali við UEFA eftir 1:0-sigur Portúgals gegn Íslandi í J-riðli undankeppni EM 2024 á Laugardalsvelli í gær.

Ronaldo lék sinn 200. A-landsleik gegn Íslandi, sem er heimsmet, og var hann heiðraður fyrir leik á Laugardalsvelli í tilefni áfangans. 

Ronaldo skoraði svo sigurmark leiksins á 89. mínútu og það var því létt yfir Portúgalanum þegar hann mætti í viðtöl við fjölmiðlamenn eftir leik.

Magnað afrek

„Að spila 200 A-landsleiki er magnað afrek og það er frábært að vera kominn í heimsmetabók Guinness líka,“ sagði Ronaldo kátur.

„Að skora sigurmarkið gerði þetta enn þá sérstakara og ég verð að þakka stuðningsmönnunum á vellinum og takk Ísland fyrir að heiðra mig sérstaklega.

Ég er þakklátur liðsfélögum mínum og portúgalska knattspyrnusambandinu fyrir allt sem það hefur gert fyrir mig,“ bætti Ronaldo við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert