„Þetta gerist stundum“

Elísa Viðarsdóttir, fyrirliði Vals.
Elísa Viðarsdóttir, fyrirliði Vals. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Elísa Viðarsdóttir, fyrirliði Vals, átti fínan leik í vörninni í 1:1-jafntefli Vals gegn Keflavík á útivelli í Bestu deildinni í knattspyrnu í kvöld.

Innt eftir viðbrögðum eftir leik sagði Elísa:

„Það er ágætt að koma til baka eftir að hafa lent 1:0 undir í fyrri hálfleik. Þetta var baráttuleikur, boltinn mikið í loftinu, lítið um spil. Við getum tekið þetta stig og verið nokkuð sáttar með hvernig við komum til baka í seinni hálfleik.“

Í stöðunni 1:1 fékk Valur víti á 80. mínútu sem Fanndís Friðriksdóttir skaut yfir. Hvernig voru viðbrögðin eftir klúðrið?

„Ég hafði trú á að við myndum ná að sigra og ná að opna Keflavíkurliðið og skapa færi en því miður þá datt það ekki í dag. Víti er bara stöngin inn, stöngin út og þetta gerist stundum. Mér fannst við skapa okkur færi eftir vítaklúðrið og því miður datt boltinn ekki inn,“ sagði Elísa að lokum í samtali við mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert