Blikar íhuga tilboð frá Belgíu í Stefán Inga

Stefán Ingi Sigurðarson hefur skorað 8 mörk í 11 leikjum …
Stefán Ingi Sigurðarson hefur skorað 8 mörk í 11 leikjum í Bestu deildinni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Belgíska B-deildarfélagið Patro Eisden hefur lagt fram kauptilboð í knattspyrnumanninn Stefán Inga Sigurðarson en hann er samningsbundinn Breiðabliki.

Þetta herma heimildir mbl.is en fótbolti.net greindi fyrstur frá.

Stefán Ingi, sem er 22 ára gamall, er markahæsti leikmaður Bestu deildarinnar með 8 mörk í 11 leikjum.

Patro Eisden fagnaði sigri í belgísku C-deildinni á síðustu leiktíð og leikur því í næstefstu deild á komandi keppnistímabili.

Blikar íhuga það nú að selja leikmanninn til Belgíu en tveir Íslendingar leika í belgísku B-deildinni; Nökkvi Þeyr Þórisson með Beerschot og Kolbeinn Þórðarson með Lommel.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert