„Það eru allir að gera sitt besta og reyna að forðast það að missa leikina út í einhverja algjöra vitleysu ,“ sagði knattspyrnumaðurinn og fyrrverandi landsliðsmaðurinn Birkir Már Sævarsson, í Fyrsta sætinu, íþróttahlaðvarpi mbl.is og Morgunblaðsins, þegar rætt var um dómgæsluna í Bestu deild karla.
Birkir Már, sem er 38 ára gamall, leikur með Val í Bestu deildinni en dómarar í deildinni hafa verið mikil á milli tannanna á fólki að undanförnu.
„Ég hef ekki upplifað lélega dómgæslu í sumar, ekki í mínum leikjum,“ sagði Birkir Már.
„Mér finnst allt of mikil umræða um það hvað dómararnir eru slakir í stað þess að fá umfjöllun um leikmenn sem eru að blómstra og lið sem eru að standa sig vel,“ sagði Birkir Már meðal annars.
Hægt er að hlusta á umræðuna í heild í spilaranum hér fyrir ofan en þátturinn er einnig aðgengilegur á öllum helstu hlaðvarpsveitum.