Arsenal fær hjálp við að losa Rúnar

Rúnar Alex Rúnarsson er á förum frá Arsenal.
Rúnar Alex Rúnarsson er á förum frá Arsenal. mbl.is/Arnþór Birkisson

Enska úrvalsdeildarfélagið Arsenal fær hjálp frá Brighton við að losa íslenska landsliðsmarkvörðinn Rúnar Alex Rúnarsson. 

Brighton undirbýr nú 17 milljóna punda tilboð í hollenska markvörðinn Bart Verbruggen, markvörð Anderlecht, en ef hann fer frá belgíska félaginu þá er Rúnar Alex líklegur eftirmaður. 

Frá þessu greinir belgíski fjölmiðlamaðurinn Sacha Tavolieri en Arsenal er búið að bjóða Anderlecht íslenska markvörðinn og er félagið sterklega að íhuga tilboðið. 

Fari Rúnar til belgíska félagsins yrði það fyrir rétt undir einni milljón punda, sem er um það bil það sem Arsenal greiddi fyrir hann er hann gekk í raðir Norður-Lundúnafélagsins sumarið 2020. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert