Ársþing UEFA haldið á Íslandi?

Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ.
Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Knattspyrnusamband Íslands, KSÍ, sækir um að halda ársþing Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, árið 2027. 

Á fundi sínum 14. júní síðastliðinn samþykkti stjórn KSÍ að sækja um að halda ársþingið. Á það að vera gert í tengslum við 80 ára afmæli KSÍ þann 26. mars það ár. 

Í fundargerð stjórnar kemur fram að áætlaður kostnaður KSÍ af verkefninu yrði lítill og að „það yrði mikill heiður og viðurkenning fyrir KSÍ að fá slíkt verkefni til landsins.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert