Enski kantmaðurinn Marley Blair hefur yfirgefið herbúðir karlaliðs Keflavíkur í fótbolta eftir að hafa leikið með því fyrri hluta sumars.
Blair kom fyrst til Keflavíkur sumarið 2021 en lék engan fótbolta síðasta sumar vegna persónulegra ástæðna.
Hann gekk aftur til liðs við Keflavík í vor og lék níu leiki í Bestu deildinni og skoraði eitt mark ásamt því að leika einn bikarleik í sumar.
Blair, sem er alinn upp hjá Liverpool og Burnley, náði sér ekki á strik á tímabilinu og komst stjórn knattspyrnudeildar Keflavíkur að samkomulagi við hann um að rifta samningnum.