Fjögurra marka fjör í Breiðholti

Arnór Gauti Ragnarsson skoraði fyrir Aftureldingu í kvöld og á …
Arnór Gauti Ragnarsson skoraði fyrir Aftureldingu í kvöld og á hér í höggi við tvo Leiknismenn. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Leiknir úr Reykjavík og Afturelding skildu jöfn, 2:2, í fjörugum leik í 1. deild karla í knattspyrnu í Efra-Breiðholti í kvöld.

Afturelding er áfram ósigruð á toppi deildarinnar með 20 stig, þremur á undan Fjölni sem á leik til góða. Leiknir er áfram í ellefta og næstneðsta sætinu en nú með 5 stig eins og Vestri sem er í tíunda sæti.

Daníel Finns Matthíasson skoraði bæði mörk Leiknismanna, kom þeim yfir og jafnaði síðan í 2:2. Á milli skoruðu Elmar Kári Enesson Cogis og Arnór Gauti Ragnarsson fyrir Aftureldingu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert