ÍBV sektað um 100 þúsund krónur

Olga Sevcova (nr. 14) sækir að Fanneyju Ingu Birkisdóttur í …
Olga Sevcova (nr. 14) sækir að Fanneyju Ingu Birkisdóttur í leik Vals og ÍBV. mbl.is/Kristinn Magnússon

Aga- og úrskurðarnefnd Knattspyrnusambands Íslands, KSÍ, ákvað á fundi sínum í dag að sekta ÍBV um 100.000 krónur vegna ummæla Daníels Geirs Moritz, formanns knattspyrnudeildar ÍBV, á opinberum vettvangi.

Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, ákvað að vísa ummælum Daníels Geirs, sem hann birti á Twitteraðgangi sínum daginn eftir leik Vals og ÍBV í Bestu deild kvenna þann 22. maí, til aga- og úrskurðarnefndar.

Ummælin sem vísað er til eru eftirfarandi:

Að mati Klöru var með ummælunum og myndbirtingunni vegið að heiðarleika og heilindum dómara leiksins, Bríetar Bragadóttur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert