Skagamenn unnu sjö marka leik

Viktor Jónsson skoraði fjórða mark ÍA í kvöld.
Viktor Jónsson skoraði fjórða mark ÍA í kvöld. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Skagamenn lögðu Selfoss að velli, 4:3, í gríðarlega fjörugum leik í 1. deild karla í fótbolta á Selfossi í kvöld.

Skagamenn eru þá komnir í þriðja sæti deildarinnar með 14 stig en Selfyssingar eru með 10 stig í sjöunda sætinu.

Skagamenn voru með örugga forystu í hálfleik, 3:0, en Arnór Smárason, Indriði Áki Þorláksson og Steinar Þorsteinsson skoruðu mörkin.

Ingvi Rafn Óskarsson minnkaði muninn fljótlega fyrir Selfoss í seinni hálfleiknum og um hann miðjan skoruðu Skagamenn sjálfsmark, þannig að staðan var orðin 3:2 og mikil spenna komin í leikinn.

Viktor Jónsson kom ÍA í 4:2 en Þorsteinn Aron Antonsson minnkaði muninn í 4:3 rétt fyrir leikslok.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert