„Þeir refsuðu okkur illa“

Arnór Sveinn Aðalsteinsson í leik með Breiðabliki fyrr í sumar.
Arnór Sveinn Aðalsteinsson í leik með Breiðabliki fyrr í sumar. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Leik­ir við HK eiga það til að vera aðeins öðru­vísi og þeir refsuðu okk­ur svo sann­ar­lega illa,“ sagði Arn­ór Sveinn Aðal­steins­son, miðvörður Breiðabliks, í sam­tali við mbl.is eft­ir 5:2-tap fyr­ir HK í Bestu deild karla í knatt­spyrnu í kvöld.

„Í fyrri hálfleik fannst mér við opna þá margoft, feng­um góð færi og spiluðum nokk­urn veg­inn eins og við vilj­um hvað sóknar­upp­leggið og slíkt varðar.

En svo ræðst þetta kannski af ekki nægi­lega mik­illi ein­beit­ingu inni í teig. Þeir refsa okk­ur illa og gera það án þess að stjórna leikn­um finnst mér, en gera það vissu­lega vel,“ bætti hann við.

Tek ekki neitt af þeim

HK skoraði fimm mörk í kvöld og fjög­ur í fyrri leik liðanna í deild­inni, sem lauk með 4:3-sigri HK í 1. um­ferð. Hvað veld­ur því að HK hafi náð að opna Blika svona mikið í leikj­un­um tveim­ur?

„Mjög góð spurn­ing. Við þurf­um bara að setj­ast niður og fara yfir það. Ég eig­in­lega get ekki gefið nein al­vöru svör við því. Ég ætla ekki að taka neitt af þeim.

Þeir klára vel og ég held að þeir hafi gert það í fyrri leikn­um líka. Það væri gam­an að sjá fjölda skota á mark miðað við fjölda marka sem þeir skora, að sjá ein­hverja svo­leiðis töl­fræði.

En til­finn­ing­in er sú að þeir hafi nýtt fær­in sem þeir fengu gríðarlega vel og refsa okk­ur í einu og öllu,“ sagði Arn­ór Sveinn.

Reyn­um að koma hug­rakk­ari inn í næsta dag

Spurður hvort tap kvölds­ins væri áhyggju­efni fyr­ir Breiðablik upp á fram­haldið að gera svaraði hann nokkuð heim­speki­lega:

„Fót­bolti er bara veg­ferð og við erum alltaf ein­hvern veg­inn að horfa heild­rænt á þetta. Við erum alltaf að reyna að þrosk­ast og koma hug­rakk­ari inn í næsta dag. Þá skipt­ir í raun­inni ekki máli hvort þú vinn­ir eða tap­ar.

Ef þú tap­ar þá tek­urðu því tapi sem þroska. Við leggj­umst yfir þenn­an leik og skoðum allt sem við get­um gert bet­ur. Áhyggj­ur eru ekki rétta orðið.

Maður þarf bara að horfa í speg­il og kíkja á allt sem maður gert bet­ur og kíkja á allt sem við gerðum vel líka. Maður þarf að vera með kald­an haus þegar maður grein­ir þetta.“

„Ég held að við mun­um gera ná­kvæm­lega það sama eft­ir þenn­an tap­leik og við höf­um í raun­inni gert eft­ir aðra leiki, hvort sem það er sig­ur eða tap.

Þetta er vissu­lega öðru­vísi eft­ir tap­leik, til­finn­ing­in er önn­ur og það er að ein­hverju leyti erfiðara að horfa skýrt á hlut­ina, en við reyn­um að gera það og laga það sem við þurf­um að laga,“ sagði Arn­ór Sveinn að lok­um í sam­tali við mbl.is.

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert