„Þetta var ólöglegt mark“

Cristiano Ronaldo fagnar marki sínu á Laugardalsvelli.
Cristiano Ronaldo fagnar marki sínu á Laugardalsvelli. mbl.is/Eyþór Árnason

„Við vorum svo nálægt þessu,“ sagði íþróttafréttamaðurinn Guðmundur Benediktsson, betur þekktur sem Gummi Ben, í Fyrsta sætinu, íþróttahlaðvarpi mbl.is og Morgunblaðsins, þegar rætt var um íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu.

0,71 millímetra fyrir innan

Íslenska liðið tapaði á dögunum fyrir Portúgal í undankeppni EM 2024 á Laugardalsvelli en það var Cristiano Ronaldo sem skoraði sigurmarkið á 89. mínútu.

VAR-myndbandsdómgæslan tók sér góðan tíma í að skoða markið enda vildu margir meina að um rangstöðu væri að ræða í aðdraganda marksins.

„Ég hef heyrt að dómarinn hafi sagt við leikmenn íslenska liðsins, eftir leikinn, að hann hafi verið 0,71 millímetra fyrir innan,“ sagði Gummi.

„Það þarf enginn að segja mér að það sé hægt að reikna þetta út frá þeirri myndatöku sem ég hef séð úr þessum leik og ég ætla að segja að þetta hafi verið ólöglegt mark,“ sagði Gummi meðal annars.

Umræðan um íslenska karlalandsliðsins hefst á 7. mínútu en hægt er að hlusta á umræðuna í heild í spil­ar­an­um hér fyr­ir ofan. Þátt­ur­inn er einnig aðgengi­leg­ur á öll­um helstu hlaðvarps­veit­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert