Víkingurinn vann Íslendingatoppslaginn

Júlíus Magnússon og félagar í Fredrikstad sóttu dýrmætan sigur til …
Júlíus Magnússon og félagar í Fredrikstad sóttu dýrmætan sigur til Sogndal. Ljósmynd/KSÍ

Topplið norsku B-deildarinnar í fótbolta, Fredrikstad, sótti góðan 1:0-útisigur til Sogndal í dag. 

Júliús Magnússon lék allan leikinn í liði Frederikstad en Íslendingarnir Valdimar Ingimundarson og Jónatan Ingi Jónsson léku einnig allan leikinn í liði Sogndal. 

Sigurmark leiksins kom á 69. mínútu en þar var heimamaðurinn Riki Alba að verkum. 

Fredrikstad er eins og áður kom fram í toppsæti deildarinnar með 25 stig en Sogndal er í því fjórða með 21. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka