Það þarf að skora mörk

Agla María Albertsdóttir undirbýr skot í leiknum í kvöld.
Agla María Albertsdóttir undirbýr skot í leiknum í kvöld. Ottar Geirsson

Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði Breiðabliks, var að vonum sátt eftir 2:1-sigur Kópavogsliðsins á Val í Bestu deild kvenna í knattspyrnu á Kópavogsvelli í kvöld. Með sigrinum er Blikaliðið komið í toppsæti deildarinnar.

„Tilfinningin er ótrúlega góð. Það er komið svolítið síðan að við unnum þær þannig það var virkilega sætt að klára þetta hérna. 

Þær lágu svolítið á okkur bæði í fyrri hálfleik og í þeim seinni en mér fannst við verjast mjög vel. Varnarlega séð skiluðum við því sem við þurftum að skila og opnuðum okkur ekki mikið. Þannig ég er mjög, mjög ánægð með okkur,“ sagði Ásta í samtali við mbl.is

Eins og áður kom fram er Breiðablik nú í toppsæti deildarinnar, með 20 stig, jafnmörg og Valur en með mun betri markatölu.

„Það þarf að skora mörk! Við höfum tekið nokkra leiki þar sem við erum að skora mikið og það er að skila sér núna. Planið er nú að halda okkur þarna í fyrsta sætinu. 

Það eru margir spennandi leikir framundan en við vorum ekki að vinna neitt hérna í kvöld. Við erum bara að koma okkur í góða stöðu, þar sem við viljum vera. Nú þurfum við bara að byggja ofan á þetta, það var fullt af hlutum sem við hefðum getað gert betur. 

En það er virkilega góð tilfinning upp á framhaldið að fara með sigur hér af hólmi,“ sagði Ásta að lokum. 

Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði Breiðabliks.
Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði Breiðabliks. Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka