Daníel og Hilmir missa af EM

Benoný Breki Andrésson í leik með KR í sumar.
Benoný Breki Andrésson í leik með KR í sumar. mbl.is/Óttar Geirsson

Tvær breytingar hafa verið gerðar á leikmannahópi U19 ára landsliðs pilta í knattspyrnu fyrir úrslitakeppni Evrópumótsins sem hefst á Möltu í næstu viku.

Daníel Tristan Guðjohnsen frá Malmö og Hilmir Rafn Mikaelsson frá Tromsö verða ekki með á mótinu eins og  til stóð.

Í þeirra stað koma Galdur Guðmundsson frá FC Köbenhavn í Danmörku og Benoný Breki Andrésson, leikmaður KR.

Ísland mætir Spáni í fyrsta leiknum á Möltu 4. júlí, Norðmönnum 7. júlí og Grikkjum 10. júlí en átta lið leika til úrslita um Evrópumeistaratitilinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert