Rannsaka bakgrunn Gylfa

Gylfi Þór Sigurðsson í leik með íslenska landsliðinu.
Gylfi Þór Sigurðsson í leik með íslenska landsliðinu. Ljósmynd/Szilvia Micheller

Bandaríska knattspyrnufélagið DC United hefur ráðið fyrirtæki til að rannsaka bakgrunn Gylfa Þórs Sigurðssonar, en hann er orðaður við félagið. 

Það er Pablo Iglesias Maurer hjá The Athletic sem greinir frá en samkvæmt honum eru viðræður Gylfa og DC United á frumstigi. 

Jafnframt greinir Maurer frá því að bandaríska félagið hafi ráðið fyrirtæki til að rannsaka bakgrunn Gylfa en ekki hefur enn opinberlega komið fram hvað nákvæmlega gerðist en Gylfi Þór var handtekinn í júlí árið 2021, grunaður um brot gegn ólögráða einstaklingi, þá hjá enska knattspyrnufélaginu Everton. 

Íslendingurinn var í farbanni í 637 daga en í apríl á þessu ári tilkynnti lögreglan í Manchester að Gylfi yrði ekki ákærður og að hann væri nú frjáls ferða sinna eft­ir tæp­lega tveggja ára far­bann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka