Allir samherjar í Evrópu

Höskuldur Gunnlaugsson skorar fyrir Breiðablik gegn UE Santa Coloma í …
Höskuldur Gunnlaugsson skorar fyrir Breiðablik gegn UE Santa Coloma í fyrra. Í kvöld leika Blikar við Tre Penne frá San Marínó á Kópavogsvelli. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Þegar íslensku félagsliðin spila Evrópuleiki í fótboltanum er tilhlýðilegt að láta innlendan félagaríg lönd og leið.

Á þeim vettvangi eru þau öll samherjar. Íslenskt lið sem vinnur góða sigra í Evrópukeppni gefur öðrum íslenskum liðum meiri möguleika á að taka þátt og ná lengra.

Sigrar og jafntefli í Evrópukeppni færa liðunum sjálfum stig á styrkleikalista UEFA, en um leið viðkomandi löndum, og þau stig ráða því hve mörg lið frá hverju landi komast í Evrópumótin.

Ísland missti sæti fyrir þremur árum vegna stigaskorts og af þeim sökum hafa bara þrjú íslensk lið verið með á hverju ári undanfarin tímabil.

Góð frammistaða Breiðabliks og Víkings undanfarin tvö ár hefur hins vegar gert útslagið um að Ísland fær fjórða liðið á ný sumarið 2024 og fyrir vikið verður um meira að keppa á lokaspretti yfirstandandi Íslandsmóts.

Bakvörðinn má lesa í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka