Bestur í tólftu umferðinni

Úlfur Ágúst Björnsson skorar úr vítaspyrnu gegn Fram.
Úlfur Ágúst Björnsson skorar úr vítaspyrnu gegn Fram. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Úlfur Ágúst Björnsson, sóknarmaður úr FH, var besti leikmaðurinn í tólftu umferð Bestu deildar karla í fótbolta að mati Morgunblaðsins.

Úlfur fékk tvö M hjá Morgunblaðinu fyrir frammistöðu sína með FH gegn Fram á föstudagskvöldið en FH vann þar mjög öruggan sigur, 4:0. Hann skoraði tvö fyrstu mörk Hafnarfjarðarliðsins á fyrstu fimmtán mínútum leiksins og var hættulegur í framlínu liðsins í þær 78 mínútur sem hann spilaði.

Úlfur varð tvítugur fyrr í þessum mánuði og er uppalinn hjá FH þar sem hann varð m.a. meistari í 2. flokki árið 2020.

Hans fyrstu leikir í meistaraflokki voru með venslafélaginu ÍH árið 2021 en hann lék þá með liðinu í 3. deild og var jafnframt markahæsti leikmaður 2. flokks FH.

Meira um Úlf og úr­valslið tólftu um­ferðar má sjá í heild sinni á íþrótt­asíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka