Breiðablik mætir meistaraliði San Marínó, Tre Penne, í fyrri leik sínum í forkeppni Meistaradeildar karla í fótbolta á Kópavogsvellinum í kvöld. Viðureign liðanna hefst klukkan 19.
Í forkeppninni leika fjögur lið um eitt sæti í fyrstu umferð undankeppni Meistaradeildarinnar. Hin tvö liðin, Atlétic Club d’Escaldes frá Andorra og Buducnost frá Svartfjallalandi, mætast einnig á Kópavogsvellinum í dag klukkan 13.
Sigurliðin mætast síðan í úrslitaleik á Kópavogsvelli á föstudagskvöldið en áður leika tapliðin um þriðja sætið. Liðin þrjú í öðru til fjórða sæti forkeppninnar færast yfir í 2. umferð Sambandsdeildarinnar.
Umfjöllunina má lesa í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.