Þrír leikmenn úr Bestu deildunum voru í dag úrskurðaðir í leikbann af aga- og úrskurðarnefnd KSÍ.
Tveir þeir eru úr Breiðabliki en það eru Viktor Karl Einarsson, sem er kominn með sjö gul spjöld í Bestu deild karla, og Bergþóra Sól Ásmundsdóttir, sem er komin með fjögur gul spjöld í Bestu deild kvenna.
Þá er Kristinn Freyr Sigurðsson, miðjumaður Vals, kominn í eins leiks bann vegna fjögurra gulra spjalda.
Í 1. deild karla eru Hlynur Sævar Jónsson úr ÍA og Dean Martin, þjálfari Selfoss, komnir í eins leiks bann og í 1. deild kvenna fer Sara Mjöll Jóhannsdóttir, markvörður HK, í eins leiks bann.