Árbæingar misstu af gullnu tækifæri

Ariela Lewis var á skotskónum fyrir Gróttu í kvöld.
Ariela Lewis var á skotskónum fyrir Gróttu í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

María Lovísa Jónasdóttir reyndist hetja Gróttu þegar liðið heimsótti Fylki í 1. deild kvenna í knattspyrnu á Fylkisvöll í Árbænum í 9. umferð deildarinnar í kvöld.

Leiknum lauk með sigri Gróttu, 2:1, en María Lovísa skoraði sigurmarkið strax í upphafi síðari hálfleiks á 47. mínútu.

Ariela Lewis kom Gróttu yfir á 19. mínútu en Guðrún Karítas Sigurðardóttir jafnaði metin fyrir Fylki þremur mínútum síðar.

Með sigri hefði Fylkir getað skotist upp í annað sæti deildarinnar en liðið er áfram í þriðja sætinu með 16, líkt og Grótta sem er í því fjórða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka