Knattspyrnukonan og landsliðsfyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir trúlofaðist Kristófer Eggertssyni unnusta sínum á dögunum.
Hún greindi sjálf frá þessu á samfélagsmiðlinum Instagram í kvöld en þau hafa verið í sambúð frá árinu 2016.
Glódís Perla, sem er 28 ára gömul, er samningsbundin stórliði Bayern München í Þýskalandi og varð hún Þýskalandsmeistari með liðinu í vor.
Mbl.is greindi frá því í lok maí að Arsenal hefði mikinn áhuga á miðverðinum en samningur hennar við Bayern München rennur út næsta sumar.
Glódís Perla á að baki 112 A-landsleiki og er 8. leikjahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi.