Arnar Þór Helgason reyndist hetja Gróttu þegar liðið tók á móti Selfossi í 1. deild karla í knattspyrnu í 9. umferð deildarinnar á Seltjarnarnesi í kvöld.
Leiknum lauk með sigri Gróttu, 1:0, en Arnar Þór skoraði sigurmark leiksins á 34. mínútu af stuttu færi úr teignum eftir aukaspurnu Kristófers Orra Péturssonar og þar við sat.
Grótta er með 13 stig í fimmta sæti deildarinnar en Selfoss er í áttunda sætinu með 10 stig.