Vladimir Tufegdzic reyndist hetja Vestra þegar liðið tók á móti Leikni úr Reykjavík í 1. deild karla í knattspyrnu á Ísafirði í frestuðum leik úr 7. umferð deildarinnar í kvöld.
Leiknum lauk með sigri Vestra, 1:0, en Tufegdzic skoraði sigurmark leiksins á 78. mínútu með frábærum skalla úr teignum eftir fyrirgjöf Sergine Fall.
Rafael Broetto varði vítaspyrnu Daníels Finns Matthíasarsonar á 28. mínútu og reyndist það Breiðhyltingum dýrt þegar uppi var staðið.
Vestri er með 9 stig í níunda sætinu en Leiknir er sem fyrr í ellefta og næstneðsta sætinu með 5 stig.