Erfitt að skilja við Breiðablik

Stefán Ingi Sigurðarson fagnar marki sínu ásamt Andra Rafni Yeoman.
Stefán Ingi Sigurðarson fagnar marki sínu ásamt Andra Rafni Yeoman. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Það er erfitt að skilja við Breiðablik,“ sagði Stefán Ingi Sig­urðar­son í sam­tali við mbl.is eft­ir 5:0-sig­ur Kópa­vogsliðsins á Buducnost frá Svart­fjalla­landi í úr­slita­leik for­keppni Meist­ara­deild­ar­inn­ar í fót­bolta á Kópa­vogs­velli í kvöld. 

Með sigr­in­um mæt­ir Breiðablik Írlands­meist­ur­um Shamrock Rovers í fyrstu um­ferðinni í júlí. Skyldu Blikar vinna það ein­vígi mæt­ir Kópa­vogsliðið Norður­landa­stór­veld­inu FC Kö­ben­havn. 

Stefán Ingi lék sinn síðasta leik, í bili, fyr­ir upp­eld­is­fé­lag sitt í kvöld en hann fer á sunnu­dag­inn í lækn­is­skoðun hjá belg­íska fé­lag­inu Patro Eis­den. Stefán toppaði loka­leik sinn með marki. Hann var sátt­ur með frammistöðuna.

„Mér fannst við spila af mik­illi ákefð og gerðum það vel. Það var mik­il orka í okk­ur í fyrri hálfleik og það sást. 

Þeir eru nátt­úr­lega á und­ir­bún­ings­tíma­bili og við á miðju tíma­bili þannig það sást að þeir urðu svo­lítið þreytt­ir í fyrri hálfleik og við náðum að skora snemma og þá slokkn­ar á þeim. Við gerðum það sem við vor­um beðnir um að gera vel og það upp­skar 5:0.

Það er alltaf gott að kæfa lið en sér­stak­lega í Evr­ópu­leikj­um. Það er eitt­hvað sem við höf­um ekki náð í deild­inni hingað til á tíma­bil­inu, kæfa lið í fyrri hálfleik og koma okk­ur í góða stöðu í þeim síðari. 

Í Evr­ópu þar sem þetta er bara einn leik­ur þá þarf ekki nema eitt mark til þess að lið kom­ist á bragðið og fái von. Þannig það er gott að halda hreinu og kæfa þá snemma,“ sagði Stefán um leik­inn. 

Sátt­ur með sjálf­an sig

Stefán Ingi Sig­urðar­son skoraði tíu mörk í þrett­án leikj­um í Bestu deild­inni á tíma­bil­inu og tvö í Evr­ópu­keppni, drauma­tíma­bil hjá kapp­an­um. Hann seg­ir hafa ætlað sér þenn­an ár­ang­ur. 

„Þetta er sam­kvæmt mark­miðum mín­um. Ég setti mér mjög skýr mark­mið þegar ég kom heim í des­em­ber. Mér fannst ég hafa náð flest öll­um mark­miðum sem ég setti mér. 

Það er erfitt að ætla að segja að maður ætl­ast til þess en ég set mér sjálf­ur há mark­mið og mig lang­ar að gera góða hluti. 

Mér finnst ég hafa staðið mig vel á þessu tíma­bili og er rosa sátt­ur með það, en já þetta er eitt­hvað sem ég ætlaði mér,“ bætti Stefán Ingi við um frammistöðu sína. 

Flýg­ur út á sunnu­dag­inn.

Er þetta þinn síðasti leik­ur í treyju Breiðabliks?

„Já, í bili. Ég flýg út á sunnu­dag­inn og fer í lækn­is­skoðun hjá Patro Eis­den í Belg­íu, þannig þetta var minn síðasti leik­ur fyr­ir Breiðablik í bili. 

Ég er að sjálf­sögðu spennt­ur fyr­ir kom­andi verk­efni en það er líka erfitt að skilja við Breiðablik á svona tím­um, í raun og veru fyrsta tíma­bilið mitt með upp­eld­is­fé­lag­inu. Það er búið að ganga vel og búið að vera rosa gam­an, ég er bú­inn að bæta mig mikið sem leikmaður og liðsfé­lagi þannig það er erfitt að skilja við strák­ana núna. 

En auðvitað er mjög spenn­andi að fara út í akkúrat lið sem er ekk­ert það þekkt­asta. Það er aft­ur á móti á mik­illi upp­leið og með mér og öðrum leik­mönn­um sem koma inn þá held­ur þessi upp­leið von­andi áfram.

Nýju eig­end­ur fé­lags­ins eru að breyta fé­lag­inu og gera það mjög fag­manna­legt, svo­lít­ill at­vinnu­mannafíl­ing­ur, ég hef séð það í gegn­um fundi við þá og í mynd­bönd­um sem ég hef fengið send. 

Þeir eru ný­bún­ir að ráða sókn­ar­mannsþjálf­ara, það verður mjög spenn­andi fyr­ir mig að geta lært af hon­um. Hann á að baki fimm­tíu lands­leiki fyr­ir Belg­íu sem heil­ar líka.“

Er mark­miðið að fara bein­ustu leið upp?

Það hef­ur eitt­hvað verið rætt. Öll lið vilja kom­ast upp en það er kannski ekki al­veg raun­hæft að fara beint upp þegar þú ert ný­kom­inn í deild­ina, en inn­an tveggja ára stefn­ir fé­lagið að sjálf­sögðu upp. Þetta er spenn­andi verk­efni sem ég vil vera part­ur af,“ sagði Stefán að lok­um í sam­tali við mbl.is. 



mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 3 3 0 0 6:2 4 9
2 Noregur 3 1 1 1 2:2 0 4
3 Ísland 3 0 2 1 2:3 -1 2
4 Sviss 3 0 1 2 1:4 -3 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland 0:0 Noregur
04.04 18:00 Sviss 0:2 Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 3 3 0 0 6:2 4 9
2 Noregur 3 1 1 1 2:2 0 4
3 Ísland 3 0 2 1 2:3 -1 2
4 Sviss 3 0 1 2 1:4 -3 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland 0:0 Noregur
04.04 18:00 Sviss 0:2 Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert