Breiðablik í úrslit eftir vítakeppni

Blikakonur fagna sigrinum.
Blikakonur fagna sigrinum. mbl.is/Óttar Geirsson

Breiðablik er komið í úrslit bikarkeppni kvenna í knattspyrnu eftir sigur á Stjörnunni í vítakeppni í Garðabæ í dag. 

Venjulegum leiktíma lauk með 1:1 jafntefli en þar skoraði Betsy Hassett mark Stjörnunnar og Birta Georgsdóttir mark Breiðabliks. Í framlengingunni bættu liðin við sitthvoru markinu en Andrea Mist Pálsdóttir skoraði mark Stjörnunnar og Hafrún Rakel Halldórsdóttir mark Blika. Lokatölur urðu því 2:2.

Í vítakeppninni voru Blikakonur mun sterkari og unnu 4:1-sigur, en víti Stjörnukvenna voru ekki til útflutnings. 

Breiðablik leikur til úrslita um bikarinn gegn Víkingi úr Reykjavík á Laugardalsvellinum laugardaginn 12. ágúst.

Leik­ur­inn fór ró­lega af stað. Hvorugt liðinu tókst að búa til nógu góð marktækifæri og var leikurinn í góðu jafnvægi allan hálfleikinn. Besta tækifæri leiksins kom eftir 15 mínútur þegar Betsy átti skot framhjá markinu en að lokum dæmdi dómarinn rangstöðu á Stjörnuna.

Bæði lið lágu aftarlega og vörðust vel enda mikið undir, úrslitaleikur á Laugardalsvelli í næsta mánuði gegn Víkingum.

Fyrsta hornspyrna leiksins kom á 20. mínútu leiksins og eftir það hrönnuðust hornspyrnurnar inn eftir það en ekkert varð úr þeim. Staðan í hálfleik var því 0:0 og mikið undir í seinni hálfleik leiksins.

Seinni hálfleikur var mikið líflegri en sá fyrri en hart var barist frá fyrsta flauti seinni hálfleiksins. Stjarnan opnaði seinni hálfleikinn með glæsilegu marki frá Betsy sem kláraði vel framhjá markmanni Breiðabliks.

Breiðablik voru þó ekki lengi að svara fyrir sig en um 10 mínútum síðar lék Birta Georgs á alla vörnina hjá Stjörnunni og skoraði með laglegu skoti yfir markmann Stjörnunnar. Lokatölur því 1:1 og ljóst að þurfti framlengdan leik til þess að finna sigurvegara á viðureigninni.

Eftir að einungis tvær mínútur voru liðnar af framlengingunni skoraði Andrea Mist fyrir Stjörnuna eftir mikinn misskilning í vörn Breiðabliks.

Eftir fjórar mínútur í seinni hálfleik framlenginarinnar skoraði Hafrún eftir mikil átök í teignum og jafnar leikinn á nýjan leik og urðu það lokatölur framlengingarinnar.

Vítaspyrnukeppni tók þá við og var Agla María fyrst á punktinn og skoraði örugglega í mitt markið. Stjarnan skoraði ekki úr næstu tveimur vítaspyrnum en Breiðablik komst í 3:1 í vítaspyrnukeppninni áður en Írena Héðinsdóttir tryggði Breiðabliki sigur og liðið mætir Víkingi á Laugardalsvelli í ágúst.

Blikakonan Katrín Ásbjörnsdóttir og fyrrverandi liðskona hennar Anna María Baldursdóttir …
Blikakonan Katrín Ásbjörnsdóttir og fyrrverandi liðskona hennar Anna María Baldursdóttir horfa á eftir boltanum. mbl.is/Óttar
Stjarnan 3:6 Breiðablik opna loka
120. mín. Jasmín Erla Inga­dótt­ir (Stjarnan) á skot yfir Lokafæri leiksins?
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert