Gamla ljósmyndin: Fékk rauða spjaldið fyrir prúðmennsku

Íþrótta­deild Morg­un­blaðsins og mbl.is held­ur áfram að gramsa í mynda­safni Morg­un­blaðsins og birta á mbl.is á laug­ar­dög­um. 

Skagamaður­inn Karl Þórðar­son var á árum áður í hópi flink­ustu knatt­spyrnu­manna lands­ins. Hann var afar skemmti­leg­ur leikmaður og þótti um leið prúður á velli. 

Í lokaum­ferð Íslands­móts­ins árið 1990 var Karl á meðal reynd­ustu leik­manna deild­ar­inn­ar og hafði varla fengið spjald á ferl­in­um. FH og ÍA léku þá í Kaplakrika og ráku áhorf­end­ur og leik­menn upp stór augu þegar hinn þrautreyndi alþjóðadóm­ari Guðmund­ur Har­alds­son spjaldaði Karl á loka­mín­útu leiks­ins. 

Karl varð undr­andi, maldaði lít­il­lega í mó­inn og spurði fyr­ir hvað hann fengi gula spjaldið. Ekki minnkaði undr­un viðstaddra þegar Guðmund­ur dró þá fram rauða spjaldið. 

Guðmund­ur tjáði Karli þá að hann væri ekki að sýna Karli spjöld­in held­ur gefa hon­um þau og flautaði skömmu síðar til leiks­loka. 

Guðmund­ur sagði um uppá­tækið í íþrótta­blaði Morg­un­blaðsins 18. sept­em­ber 1990 að hann hefði gert þetta því Karl hefði ávallt verið til fyr­ir­mynd­ar þegar Guðmund­ur dæmdi leiki hjá hon­um. 

„Á gula spjaldið hafði Guðmund­ur ritað: Karl Þórðar­son. Loks­ins náði ég þér. Kveðja Guðmund­ur Har­alds­son. Og á rauða spjaldið: Þakka drengi­lega keppni í gegn­um tíðina. Kveðja Guðmund­ur Har­alds­son,“ stóð enn­frem­ur í frétt Morg­un­blaðsins. 

Á meðfylgj­andi mynd er Karl að leika sér með knött­inn í leik ÍA og Vals í efstu deild Íslands­móts­ins á Akra­nesi sum­arið 1984. Á mynd­inni sjást einnig Vals­ar­arn­ir Þorgrím­ur Þrá­ins­son og Bergþór Magnús­son og Skagamaður­inn Hörður Jó­hann­es­son. Mynd­ina tók Júlí­us Sig­ur­jóns­son sem myndaði árum sam­an fyr­ir Morg­un­blaðið og mbl.is. Glögg­ir les­end­ur koma ef til auga á sjálfa Svörtu Maríu í bak­sýn. 

Leik­ur­inn gegn Val var sá fyrsti hjá Karli á Íslandi í sex ár en hann hafði farið í at­vinnu­mennsk­una árið 1978. Um haustið 1984 fagnaði ÍA tvöld­um sigri annað árið í röð með sigri á Íslands­mót­inu og í bik­ar­keppn­inni.

Karl lék fyrst með ÍA 1972 og fram til 1978. Hann lék einnig með ÍA 1984, 1985, 1987-1991 og varð jafn­framt Íslands­meist­ari með ÍA 1994 þá 39 ára gam­all. Þess á milli tók hann sér hvíld frá bolt­an­um. Er­lend­is lék Karl með La Lou­vi­ere í efstu deild í Belg­íu og með Laval í efstu deild í Frakklandi. 

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert