„Við erum allar leiðtogar í þessu liði“

Breiðablik lagði Stjörnuna að velli í Garðabænum.
Breiðablik lagði Stjörnuna að velli í Garðabænum. Ljósmynd/Ottar Geirsson

Fyr­irliði Breiðabliks í dag, Agla María Al­berts­dótt­ir, var him­in­lif­andi með frammistöðu liðsins í sigri gegn Stjörn­unni í undanúr­slit­um bik­ar­keppn­inn­ar í dag.

Leik­ur­inn endaði jafn 2:2 en Breiðablik vann leik­inn eft­ir víta­spyrnu­keppni. Breiðablik þurfti tvisvar að koma til baka eft­ir að hafa fengið á sig mark. „Mér fannst þetta ótrú­lega vel gert hjá okk­ur að ná að koma alltaf til baka og svo vor­um við með kald­an haus í víta­spyrnu­keppn­inni, ég er ógeðslega ánægð“.

Agla María bar fyr­irliðabandið í dag í fjar­veru Ástu Eir en Agla María seg­ir það ekki vera neitt öðru­vísi. „Þetta er ekk­ert breytt hlut­verk, við erum all­ar leiðtog­ar í þessu liði og skipt­ir engu hver ber bandið, það er þó alltaf skemmti­legt og heiður“. 

Hún seg­ir Stjörn­una vera með hörkulið og að leik­ur­inn hafi verið fram og til baka. „Bæði lið fengu mörg mark­tæki­færi þannig mér finnst sann­gjarnt að leik­ur­inn hafi endað jafn í lok­inn. Þetta var sæt­ur sig­ur en þetta get­ur alltaf farið á hvorn veg­inn sem er í víta­spyrnu­keppni þannig ég er aðallega feg­in“.

Breiðablik og Vík­ing­ur Reykja­vík mæt­ast í bikar­úr­slit­un­um og seg­ir Agla María að hún sé vel klár í þann leik. „Þetta er fá­rán­lega vel gert hjá þeim að vera komn­ar alla leið í bikar­úr­slit­in og við ber­um virðingu fyr­ir þeim eins og öll­um öðrum and­stæðing­um okk­ar“.

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert