Þrenna Öglu Maríu gegn Tindastóli

Blikinn Toni Pressley á fullri ferð í kvöld með Hugrúnu …
Blikinn Toni Pressley á fullri ferð í kvöld með Hugrúnu Pálsdóttur úr Tindastóli á hælunum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Breiðablik vann Tindastól 4:0 í 11. umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta á Kópavogsvelli  í kvöld.

Breiðablik er á toppi deildarinnar með 23 stig. Nýliðar Tindastóls eru í 8. sæti með 11 stig.

Agla María Albertsdóttir skoraði þrennu fyrir Breiðablik og Vigdís Lilja Kristjánsdóttir skoraði eitt mark.

Breiðablik byrjaði af krafti og það tók ekki nema sjö mínútur að skora fyrsta markið þegar Agla María var rétt kona á réttum stað og kláraði af stuttu færi eftir góðan undirbúning.

Næstu mínútur voru Blikar mikið meira með boltann og Tindastóll náði vart að komast yfir miðju og lágu aftarlega á vellinum.

Þegar rétt rúmur hálftími var liðinn af leiknum skoraði Vigdís Lilja Kristjánsdóttir þegar boltinn datt fyrir hana og kláraði Vigdís færið sitt frábærlega fram hjá markverði Tindastóls sem gat lítið gert í stöðunni.

Agla María var svo allt í öllu síðustu tíu mínútur fyrri hálfleiksins og var nálægt því að setja upp þriðja mark liðsins í tvígang með stuttu millibili. Hálfleikstölur á Kópavogsvelli voru því 2:0 og ljóst að mikið þurfti að breytast hjá Tindastól í seinni hálfleiknum.

Strax á fyrstu mínútu seinni hálfleiksins skoraði Agla María sitt annað mark og þriðja mark Blika. Tindastóll leit þó betur út og áttu þær auðveldara með að halda boltanum innan liðsins og komust í fleiri færi en í fyrri hálfleiknum.

Þegar nokkrar mínútur voru til leiksloka var Agla María aftur á ferðinni og fullkomnar þrennuna sína með laglegu skoti fram hjá markmanni Tindastóls. Fleiri urðu mörkin ekki.

Breiðablik 4:0 Tindastóll opna loka
90. mín. Það eru tvær mínútur í uppbótartíma
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka