Vítakeppni og stáltaugar komu KA í bikarúrslitin

Leikmenn KA fagna eftir að sigurinn var í höfn.
Leikmenn KA fagna eftir að sigurinn var í höfn. Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir

Það var hart barist á KA-vellinum á Akureyri í dag þegar KA og Breiðablik mættust í undanúrslitum Mjólkurbikars karla.

Bæði lið höfðu tapað í undanúrslitum í fyrra og það átti greinilega ekki að koma fyrir aftur. Í bikarkeppni er það þó alltaf þannig að aðeins annað liðið kemst áfram.

Eftir tvo klukkutíma af fótbolta og rúmlega það, þar sem staðan var 2:2 eftir venjulegan leiktíma og 3:3 eftir framlengingu voru það heimamenn í KA sem stóðu uppi sem sigurvegarar í dramatískri vítaspyrnukeppni og þeir leika til úrslita um bikarinn í fjórða skipti, gegn annað hvort Víkingi eða KR.

Breiðablik byrjaði leikinn af miklum krafti og KA átti í vök að verjast fyrsta kortérið. Léttleikandi spil og snerpa skilaði Blikum í góðar stöður nokkrum sinnum en illa gekk að skapa dauðafæri. KA-menn stóðu vaktina nokkuð vel inni í teig og Kristijan Jajalo þurfti að grípa inn í nokkrum sinnum.

Anton Ari Einarsson grípur boltann í leiknum í dag.
Anton Ari Einarsson grípur boltann í leiknum í dag. Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir

Jason Daði Svanþórsson, Höskuldur Gunnlaugsson og Viktor Karl Einarsson voru allt í öllu í sóknaruppbyggingu Blika en bakverðirnir Andri Rafn Yeoman og Arnór Sveinn Aðalsteinsson voru líka stórhættulegir.

KA-menn náðu fínum kafla um miðbik fyrri hálfleiks en bitið í sókn þeirra var lítið. Það sem helst vakti athygli í leik KA voru lélegar hreinsanir þar sem leikmenn hreinlega hittu boltann illa eða bara alls ekki.

Þessi smáatriði hefðu getað kostað heimamenn en þeir komust upp með þetta í fyrri hálfleiknum. Blikar blésu aftur til sóknar undir lok fyrri hálfleiks en allt kom fyrir ekki. Staðan var 0:0 í hálfleik.

KA byrjaði seinni hálfleikinn betur en Breiðablik og gaf tóninn fyrir framhaldið. Nokkuð jafnræði var svo með liðunum þar til KA skoraði fyrsta mark leiksins. Var vel að því staðið. KA-menn prjónuðu sig í gegn inni í vítateig Blika og Jakob Snær náði föstu skoti á markið. Anton Ari Einarsson varið vel en boltinn skoppaði flaug út í teiginn. Ásgeir Sigurgeirsson var fyrstur í boltann og var ekki í vandræðum með að koma honum í netið.

KA var svo með 1:0 stöðu fram á lokamínúturnar. Breiðablik jafnaði leikinn á 86. mínútu eftir þunga pressu. Þá skoraði Klæmint Olsen með skalla en boltinn fór í stöng og inn, 1:1.

Ívar Örn Árnason sækir að Viktori Karli Einarssyni.
Ívar Örn Árnason sækir að Viktori Karli Einarssyni. Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir

Það sem flestir sáu sem sigurmark Breiðabliks kom svo í uppbótartíma en það skoraði Höskuldur Gunnlaugsson úr aukaspyrnu, sem KA-menn voru ekki sáttir með.Skömmu fyrir jöfnunarmark Blika átti Hallgrímur Mar Steingrímsson skot í markstöngina og KA-menn voru allt í einu lentir undir, 1:2.

Á síðustu andartökum leiksins fékk KA hornspyrnu og eftir hana kom mark. Ívar Örn Árnason náði að jafna leikinn, 2:2, og þá þurfti framlengingu.

Dramatíkin var ekki búin og eftir rólegar fyrri hálfleik framlengingar fékk Breiðablik ansi ódýrt víti þegar Pætur Petersen var dæmdur brotlegur við vítateigslínuna. Höskuldur Gunnlaugsson steig á punktinn og skoraði, 2:3.

KA-menn voru hreinlega brjálaðir yfir dómi Ívars Orra en þeir höfðu kortér til að kvitta og koma sér í úrslitaleikinn.

Leið nú og beið og virtust Blikar ætla að innbyrða sigurinn án teljandi vandræða. KA gafst ekki upp og á 117. mínútu dúkkaði Pætur Petersen aftur upp og nú jafnaði hann leikinn með góðum skalla.

Þorri Mar Þórisson og Arnór Sveinn Aðalsteinsson takast á.
Þorri Mar Þórisson og Arnór Sveinn Aðalsteinsson takast á. Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir

Lokatölur í leiknum urðu 3:3 og þá þurfti að útkljá málin í vítakeppni. Þar klúðruðu menn spyrnum sínum hver í kapp við annan. Blikar skoruðu einu sinni en KA þrisvar. Fögnuður Norðanmanna var mikill í lokin og lið KA er komið í úrslit í fyrsta skipti í 19 ár.

KA hefur aldrei orðið bikarmeistari en fær nú fjórða tækifæri sitt til að vinna bikarinn. Akureyringar töpuðu úrslitaleikjunum 1992, 2001 og 2004.

Það á svo eftir að koma í ljós hvort Víkingur eða KR muni fara í úrslitaleikinn gegn KA þann 26. ágúst.

Næstu verkefni liðanna verða svo í Evrópukeppni. Breiðablik fer til Írlands og spilar við Shamrock Rovers 11. júlí. KA spilar gegn Connah's Quay Nomads frá Wales 13. júlí á heimavelli Fram í Úlfarsárdal.

KA 6:4 Breiðablik opna loka
120. mín. Elfar Árni Aðalsteinsson (KA) skorar ekki úr víti Anton Ari ver þetta.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert