Auðvitað þykir mér vænt um þessa leikmenn

Elín Helena Karlsdóttir í baráttunni.
Elín Helena Karlsdóttir í baráttunni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Elín Helena Karls­dótt­ir, varn­ar­maður Breiðabliks, var að von­um kát eft­ir 2:0-heima­sig­ur liðsins á Kefla­vík í Bestu deild­inni í fót­bolta í dag. Eft­ir marka­laus­an fyrri hálfleik skoraði Katrín Ásbjörns­dótt­ir tvö mörk í seinni hálfleik.

„Þetta var þol­in­mæðis­verk. Við þurft­um að spila bolt­an­um hratt og finna opn­an­ir. Þær voru mjög þétt­ar til baka og við viss­um að þetta yrði erfitt. Við héld­um bolt­an­um vel, færðum hann hratt og þá komu mörk­in.“

„Við vor­um al­veg með þetta. Við viss­um að markið myndi koma og við þurft­um að halda áfram. Við vor­um með stjórn á þessu all­an tím­ann,“ sagði Elín við mbl.is eft­ir leik.

Birta Georgsdóttir úr Breiðabliki á fleygiferð í dag.
Birta Georgs­dótt­ir úr Breiðabliki á fleygi­ferð í dag. mbl.is/Ó​ttar Geirs­son

Elín er upp­al­in hjá Breiðabliki en lék síðustu tvö ár að láni hjá Kefla­vík, þar sem hún fékk tæki­færi í efstu deild í fyrsta skipti. Hún hef­ur svo verið í stóru hlut­verki hjá Breiðablik á þess­ari leiktíð.

„Þetta er eins og all­ir aðrir leik­ir en auðvitað þykir mér vænt um þessa leik­menn og vænt um klúbb­inn sem gaf mér traustið í tvö ár. Það var gam­an að spila við þær,“ sagði hún og hélt áfram:

„Það er erfitt að kom­ast inn hjá Breiðabliki og það er mik­il sam­keppni. Ég vissi að þyrfti að reyna að brjóta mér inn leiðina með því að fá mín­út­ur ann­ars staðar og Kefla­vík gaf mér þær. Þar fékk ég traustið í tvö tíma­bil. Svo reyndi ég að vinna mér inn sætið í vet­ur og það tókst og hef­ur gengið vel hingað til,“ sagði hún.

Elín er á 21. ald­ursári. Við hlið henn­ar í vörn­inni spil­ar hin banda­ríska Toni Pressley, sem er reynslu­mik­ill at­vinnumaður frá Banda­ríkj­un­um. „Toni er frá­bær og það er frá­bært að spila með henni. Það er mjög gott fyr­ir ung­an haf­sent eins og mig að fá að spila með svona reynslu­bolta. Hún gef­ur mér og liðinu rosa­lega mikið.“

Breiðablik hef­ur nú leikið tíu leiki í röð í öll­um keppn­um án þess að tapa. Þá er liðið komið í bikar­úr­slit. „Við erum á góðu róli. Það er frá­bær stemn­ing í hópn­um og við erum að finna okk­ar takt. Það eru spenn­andi tím­ar fram und­an,“ sagði Elín.  

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert