Ekki alvarlega meiddur

Damir Muminovic þurfti að fara af velli eftir að hafa …
Damir Muminovic þurfti að fara af velli eftir að hafa skorað sigurmarkið. Ljósmynd/Inpho Photography

Knatt­spyrnumaður­inn Damir Mum­in­ovic, miðvörður Breiðabliks, verður lík­lega klár í leik­inn gegn Fram næsta föstu­dags­kvöld í Bestu deild karla en hann þurfti að fara af velli á 73. mín­útu gegn Shamrock Rovers í fyrri leik liðanna í 1. um­ferð Meist­ara­deild­ar­inn­ar í Dublin í kvöld. 

Vann Breiðablik glæsi­leg­an 1:0-sig­ur þar sem títt­nefnd­ur Damir skoraði sig­ur­markið með hörku­skoti lengst utan teigs eft­ir út­færslu úr auka­spyrnu. 

Hann fann aft­ur á móti fyr­ir óþæg­ind­um á 63. mín­útu og sett­ist niður til þess að fá aðhlynn­ingu. Damir hélt þó leik áfram en tíu mín­út­um síðar var hon­um skipt af velli. 

Kristinn Steindórsson, Viktor Karl Einarsson og Davíð Örn Atlason fagna …
Krist­inn Stein­dórs­son, Vikt­or Karl Ein­ars­son og Davíð Örn Atla­son fagna með 65 stuðnings­mönn­um Blika eft­ir leik. Ljós­mynd/​In­pho Photograp­hy

Mbl.is náði í Óskar Hrafn Þor­valds­son, þjálf­ara Kópa­vogsliðsins, eft­ir leik en þar sagði hann Damir hafa fengið tak í nár­ann og að hann gerði ráð fyr­ir því að miðvörður­inn yrði klár gegn Fram á föstu­dag­inn. 

„Ég geri ráð fyr­ir hon­um á föstu­dag­inn, ef ekki þá þá pottþétt á þriðju­dag­inn, það er það sem ég heyri,“ sagði Óskar Hrafn en Breiðablik mæt­ir Shamrock Rovers í seinni leik liðanna á Kópa­vogs­velli næsta þriðju­dag. 

„Ég get þó ekki staðfest það al­veg 100%, það kem­ur bet­ur í ljós á morg­un,“ bætti Óskar við en end­an­leg­ar fregn­ir um ástand Damirs ber­ast á morg­un. 

Ítar­legra viðtal við Óskar Hrafn um leik­inn verður á mbl.is síðar í kvöld.

Óskar Hrafn Þorvaldsson á hliðarlínunni í dag.
Óskar Hrafn Þor­valds­son á hliðarlín­unni í dag. Ljós­mynd/​In­pho Photograp­hy
mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert
Loka