Glæsilegur Blikasigur í Dublin

Kristinn Steindórsson, Viktor Karl Einarsson og Viktor Örn Margeirsson þakka …
Kristinn Steindórsson, Viktor Karl Einarsson og Viktor Örn Margeirsson þakka 65 Blikum fyrir stuðninginn í Dublin í kvöld en 7.216 áhorfendur voru á leiknum. Ljósmynd/Inpho Photography

Breiðablik vann gífurlega sterkan sigur á Shamrock Rovers, 1:0, í fyrri leik liðanna í 1. um­ferð undan­keppni Meist­ara­deild­ar karla í fót­bolta á Tallag­ht-leik­vang­in­um í Dublin í kvöld. 

Þetta var fyrsti leikur Íranna í keppninni í ár en Blikar fóru í forkeppni þar sem þeir unnu meistaralið San Marínó og Svartfjallalands með talsverðum yfirburðum.

Damir Muminovic fagnar glæsilegu marki sínu í fyrri hálfleiknum í …
Damir Muminovic fagnar glæsilegu marki sínu í fyrri hálfleiknum í Dublin í kvöld. Ljósmynd/Inpho Photography

Blikaliðið náði fljótt frumkvæðinu og var yfir í baráttunni nánast allan hálfleikinn. Færeyingurinn Klæmint Olsen fékk tvö hörkuskallafæri á fyrstu 20. mínútum leiksins en í bæði skipti sá Leon Pöhls markvörður Shamrock við honum. 

Blikar héldu sínum upphlaupum áfram en lítið var að frétta í sóknarleik heimamanna, en besta færi þeirra kom á 15. mínútu þegar Rory Gaffney slapp einn í gegn en Anton Ari Einarsson varði vel frá honum. 

Líflegir stuðningsmenn Breiðabliks í stúkunni í Dublin í kvöld.
Líflegir stuðningsmenn Breiðabliks í stúkunni í Dublin í kvöld. Ljósmynd/Inpho Photography

Blikaliðið hélt pressunni áfram og á 39. mínútu skilaði það sér. Þá fengu Kópavogsmenn aukaspyrnu tiltölulega langt frá teignum, Viktor Karl Einarsson rúllaði boltanum á Damir Muminovic sem hamraði boltanum upp í þaknetið af löngu færi þar sem Pöhls kom engum vörnum að. Blikaliðið var þar með komið í 1:0, sem var afar verðskuldað. 

Síðari hálfleikurinn var mun rólegri en Shamrock-menn byrjuðu hann af miklum krafti. Blikar náðu þó fljótt að róa leikinn niður og héldu því þannig mest allan síðari hálfleikinn. 

Damir Muminovic og Viktor Örn Margeirsson í hörðum slag í …
Damir Muminovic og Viktor Örn Margeirsson í hörðum slag í vítateig Shamrock í Dublin í kvöld. Ljósmynd/Inpho Photography

Á síðustu 20 mínútunum fóru svo Blikar að fá aftur góð tækifæri. Helsta var skot Viktors Karls sem Pöhls varði vel. 

Sean Kavanagh fékk svo besta færi síðari hálfleiksins er hann var með boltann í frábærri skotstöðu inn í teig. Skotið var aftur á móti afleitt og fór lengst fram hjá, en þar sluppu Blikar með skrekkinn. 

Viktor Örn Margeirsson og Andri Rafn Yeoman í baráttu við …
Viktor Örn Margeirsson og Andri Rafn Yeoman í baráttu við Dylan Watts í Dublin í kvöld. Ljósmynd/Inpho Photography

Að lokum sigldu Blikar fræknum og verðskulduðum 1:0-sigri heim í Kópavoginn.

Seinni leikur liðanna fer fram á Kópavogsvelli á þriðjudaginn, eftir viku, þann 18. júlí, klukkan 19.15. 

Blikar gera sig klára í að hefja leikinn í Dublin …
Blikar gera sig klára í að hefja leikinn í Dublin í kvöld. Ljósmynd/Inpho Photography
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, þungt hugsi á hliðarlínunni fyrir …
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, þungt hugsi á hliðarlínunni fyrir leikinn í Dublin í kvöld. Ljósmynd/Inpho Photography
Shamrock 0:1 Breiðablik opna loka
90. mín. Fimm mínútum bætt við í Dublin.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert