Stjarnan flaug upp töfluna

Stjörnumenn fagna marki Guðmundar Kristjánssonar.
Stjörnumenn fagna marki Guðmundar Kristjánssonar. mbl.is/Arnþór

Stjarnan hafði betur gegn Val, 2:0, í Bestu deild karla í fótbolta í Garðabænum í kvöld. Með sigrinum fór Stjarnan úr níunda sæti og upp í sjötta sæti, þar sem liðið er með 17 stig. Valur er enn í öðru sæti með 32 stig, sex stigum á eftir toppliði Víkings úr Reykjavík.

Fyrri hálfleikur var afar fjörlegur og fengu bæði lið nokkur góð færi til að skora á fyrstu 20 mínútunum. Patrick Pedersen fékk nokkur til að koma Val yfir en hann fór illa með þrjú mjög góð færi í fyrri hálfleiknum.

Hinum megin varði Frederik Schram nokkum sinnum mjög vel, en staðan var enn markalaus eftir 25 mínútur, þrátt fyrir fjörugan leik og færi beggja liða.

Fyrsta markið kom loks á 27. mínútu og það gerði Guðmundur Kristjánsson, fyrirliði Stjörnunnar, er Sindri Þór Ingimarsson skaut í hann, eftir stutta hornspyrnu, og boltinn fór í netið.

Þrátt fyrir fín færi beggja liða seinni hluta fyrri hálfleiks, urðu mörkin ekki fleiri og staðan var í leikhléi 1:0, Stjörnunni í vil.

Adam Ægir Pálsson var nálægt því að jafna fyrir Val strax í upphafi seinni hálfleiks með föstu skoti utarlega í teignum, en Árni Snær Ólafsson varði mjög vel frá honum. Valsmenn voru mun meira með boltann næstu mínútur, en gekk illa að reyna aftur á Árna.

Það voru svo Stjörnumenn sem skoruðu annað mark leiksins á 65. mínútu þegar Eggert Aron Guðmundsson nýtti sér mistök í vörn Vals og skoraði með frekar lausu skoti, þar sem boltinn fór einhvern veginn undir Frederik Schram í marki Vals og í netið.

Valsmenn reyndu hvað þeir gátu til að opna leikinn á ný eftir annað markið, en gekk illa að skapa sér gott færi. Stjörnumenn fögnuðu því sætum heimasigri.

M-einkunnagjöfin og einkunn dómara verða í Morgunblaðinu í fyrramálið.

Stjarnan 2:0 Valur opna loka
90. mín. Adolf Daði Birgisson (Stjarnan) fer af velli
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert