Spenntur og fær fiðrildi í magann

Óskar Hrafn Þorvaldsson á hliðarlínunni í kvöld.
Óskar Hrafn Þorvaldsson á hliðarlínunni í kvöld. mbl.is/Eyþór Árnason

„Ég er gríðarlega stolt­ur og glaður fyr­ir þeirra hönd,“ sagði Óskar Hrafn Þor­valds­son, þjálf­ari Breiðabliks, í sam­tali við mbl.is eft­ir 2:1-sig­ur liðsins á Shamrock Rovers í 1. um­ferð Meist­ara­deild­ar Evr­ópu í fót­bolta á Kópa­vogs­velli í kvöld.

Með sigr­in­um tryggði Breiðablik sér 3:1-sig­ur í ein­víg­inu gegn Írlands­meist­ur­un­um og viður­eign gegn Dan­merk­ur­meist­ur­um FCK í 2. um­ferðinni.

„Við vor­um að spila okk­ar sautjánda Evr­ópu­leik sam­an og við höf­um vaxið gríðarlega síðan við fór­um að spila þessa leiki. Það er það besta við þetta, að sjá leik­menn­ina sína vaxa og verða betri með hverju verk­efn­inu.

Liðsmenn Breiðabliks fagna vel í leikslok.
Liðsmenn Breiðabliks fagna vel í leiks­lok. mbl.is/​Há­kon Páls­son

Frammistaðan var frá­bær og úr­slit­in fylgdu með. Það er frá­bært að hafa unnið þá í báðum leikj­un­um og flest­ir geta sagt að við höf­um farið sann­fær­andi áfram,“ sagði Óskar Hrafn.

Breiðablik fékk fjöl­mörg færi til að skora fleiri mörk í kvöld og gera leik­inn þægi­legri, en færa­nýt­ing­in hefði mátt vera betri. Óskar seg­ir sína menn þurfa að nýta fær­in bet­ur í Evr­ópu­keppni.

„Við hefðum getað komið okk­ur í þægi­legri stöðu og klárað þenn­an leik snemma í seinni hálfleik, en við tök­um það með okk­ur. Við þurf­um að fara bet­ur með fær­in og bera meiri virðingu fyr­ir þeim. Við fáum ekki 10-15 færi í leik á þessu stigi, svo við þurf­um að fara vel með þau,“ sagði hann.

Shamrock minnkaði mun­inn með marki í seinni hálfleik, en fékk ekki mörg góð færi eft­ir það og Breiðablik sigldi sæt­um sigri í leikn­um og ein­víg­inu í höfn.

„Mér leið all­an tím­ann vel. Auðvitað er maður spennt­ur og fær fiðrildi í mag­ann, en í grun­inn fannst mér þeir ekki vera að skapa neitt. Þeir herjuðu ekki sér­stak­lega á okk­ur og þetta var til­vilj­un­ar­kennt í lok­in. Við vor­um með fína stjórn á þessu. Varn­ar­leik­ur­inn var svo frá­bær,“ sagði Óskar. 

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert
Loka