Knattspyrnumaðurinn Kristófer Jónsson er genginn til liðs við Valsmenn en hann hefur verið á mála hjá Venezia á Ítalíu undanfarin tvö ár.
Kristófer er tvítugur og hefur leikið með unglingaliði Venezia og nokkrum sinnum verið í leikmannahópi liðsins í B-deildinni.
Hann er uppalinn í Haukum og lék með þeim í 1. og 2. deild árin 2019 og 2020 en síðan með 2. flokki Vals árið 2021 og spilaði þá nokkra meistaraflokksleiki á Hlíðarenda, þó ekki á Íslandsmóti, áður en hann fór til Ítalíu.
Kristófer hefur leikið fjóra leiki með 21-árs landsliði Íslands og fjórtán leiki með yngri landsliðunum.