Fram vann sterkan sigur á HK, 2:1, í 1. deild kvenna í knattspyrnu á Framvellinum í Úlfarsárdal í kvöld.
Þórey Björk Eyþórsdóttir kom Framkonum yfir á 41. mínútu leiksins en Guðmunda Brynja Óladóttir jafnaði metin fyrir HK á 56. mínútu.
Sigurmark Framara skoraði Alexia Kirton mínútu síðar og tryggði Framkonum dýrmæt þrjú stig.
Fram er nú í sjöunda sæti deildarinnar með 13 stig en HK er í þriðja sæti með 20.
Þá vann Afturelding góðan sigur á Gróttu í Mosfellsbæ.
Ariela Lewis kom Gróttukonum yfir á 12. mínútu og voru þær yfir í fyrri hálfleik.
Andrea Katrín Ólafsdóttir jafnaði metin fyrir Mosfellinga á 51. mínútu og Hlín Heiðarsdóttir kom Aftureldingu yfir á 66. mínútu, 2:1. Þriðja mark Aftureldingar var svo sjálfsmark undir lok leiks sem innsiglaði 3:1-sigurinn.
Afturelding og Grótta eru nú með jafnmörg stig í fimmta og sjötta sæti deildarinnar en Gróttuliðið er ofar á markatölu.