Í Keflavík úr efstu deild í Portúgal

Jonathan Glenn, þjálfari Keflavíkur.
Jonathan Glenn, þjálfari Keflavíkur. Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir

Melanie Claire Rendeiro er nýjasti leikmaður Keflavíkur í Bestu deild kvenna í knattspyrnu. Hún er 24 ára gömul og er miðjumaður.

Hún er frá Kanada en kemur til Keflavíkur frá portúgalska liðinu Damaiense sem spilar í efstu deild. Þær lentu í 5. sæti í deildinni og Melanie kom við sögu í nær öllum leikjum liðsins á tímabilinu, hvort sem hún kom inn á eða byrjaði inn á vellinum.

Keflavík er með 12 stig eftir jafn marga leiki og er í 8. sæti, einu stigi frá fallsæti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert