Dundalk frá Írlandi verður mótherji KA í 2. umferð Sambandsdeildar karla í knattspyrnu.
Dundalk vann 3:1-sigur á Magpies frá Gíbraltar á Írlandi í kvöld en fyrri leiknum lauk með markalausu jafntefli. Fer því Dundalk samanlagt 3:1-áfram.
Fyrri leikur liðanna fer fram í Úlfarsárdal á fimmtudaginn í næstu viku. Seinni leikurinn er svo á Írlandi viku seinna.