Vorkenni móður hans meira

Óskar Hrafn Þorvaldsson mætir syni sínum eftir helgi.
Óskar Hrafn Þorvaldsson mætir syni sínum eftir helgi. Ljósmynd/Inpho Photography

„Ég er þokka­lega sátt­ur,“ sagði Óskar Hrafn Þor­valds­son, þjálf­ari Íslands­meist­ara Breiðabliks, í sam­tali við mbl.is eft­ir 3:1-sig­ur liðsins á ÍBV í Bestu deild karla í fót­bolta í kvöld.

Breiðablik skoraði öll þrjú mörk­in í fyrri hálfleik og sigldi nokkuð ör­ugg­um sigri í höfn í seinni hálfleik, þrátt fyr­ir að ÍBV hafi minnkað mun­inn snemma í hálfleikn­um.

„Ég hefði viljað sjá okk­ur klára þetta í fyrri hálfleik og fara bet­ur með fær­in og stöðurn­ar sem við feng­um á síðasta þriðjungi. Ég ætla samt ekki að kvarta yfir því að vinna ÍBV 3:1,“ sagði Óskar.

Liðsmenn Breiðabliks fagna í kvöld.
Liðsmenn Breiðabliks fagna í kvöld. mbl.is/​Eyþór Árna­son

Hann var nokkuð ró­leg­ur all­an leik­inn, en á sama tíma meðvitaður um þær hætt­ur sem geta skap­ast gegn ÍBV.

„Seinni hlut­ann af leikn­um fannst mér þeir alltaf geta verið hættu­leg­ir. Þeir eru með mik­inn hraða fram á við og eru grimm­ir í teign­um. Þeir koma sér í stöður þar sem þeir geta verið hættu­leg­ir. Þeir eiga alltaf áhlaup. Ég var ekki full­kom­lega ró­leg­ur, en mér leið sæmi­lega.“

Óskar gerði þrjár breyt­ing­ar á liði sínu frá 2:1-sigr­in­um á Shamrock Rovers á þriðju­dag. Álagið er mikið á leik­mönn­um Breiðabliks um þess­ar mund­ir, enda í Evr­ópu­leikj­um meðfram leikj­um í deild­inni.

Davíð Ingvarsson og Halldór Jón Sigurður Þórðarson eigast við í …
Davíð Ingvars­son og Hall­dór Jón Sig­urður Þórðar­son eig­ast við í kvöld. mbl.is/​Eyþór

„Það er skemmti­legt verk­efni og eitt­hvað sem maður þarf að leggja höfuðið í bleyti til að stýra þessu þannig svo að sem flest­ir séu sem fersk­ast­ir alltaf. Það er erfitt að gera sex breyt­ing­ar á milli leikja viku eft­ir viku. Á ein­hverj­um tíma­punkti þarf að finna jafn­vægi í því. Hingað til hef­ur þetta gengið fínt. Menn eru að taka vel á móti þessu álagi,“ sagði Óskar. 

Næsti leik­ur Breiðabliks er heima­leik­ur gegn FC Kaup­manna­höfn frá Dan­mörku næst­kom­andi þriðju­dag í 2. um­ferð Meist­ara­deild­ar Evr­ópu. Er um fyrri leik liðanna í ein­víg­inu að ræða. „Við erum komn­ir þangað og þurf­um að halda áfram að und­ir­búa þann leik. Haus­inn er kom­inn þangað,“ sagði Óskar.

Á meðal leik­manna FCK er fram­herj­inn Orri Steinn Óskars­son, son­ur Óskars Hrafns. Þjálf­ar­inn viður­kenn­ir að það verður erfitt að mæta syn­in­um, en enn erfiðara fyr­ir móður Orra, eig­in­konu Óskars.

Orri Steinn Óskarsson í leik með FCK.
Orri Steinn Óskars­son í leik með FCK. AFP/​Bo Amstrup

„Auðvitað er fót­bolt­inn þannig að þú ræður ekki hverj­um þú mæt­ir og hverj­ir eru í liði mót­herj­anna. Það er ekki drauma­verk­efnið að mæta syn­in­um. Ég vor­kenni móður hans, Lauf­eyju kon­unni minni, meira. Hún þarf að sitja upp í stúku og halda með báðum liðum. Það má ekki gera þetta að ein­vígi míns og hans. Hvor­ug­ur okk­ar er í aðal­hlut­verki,“ sagði hann.

Orri var að láni hjá Sönd­erjyskE í dönsku B-deild­inni á síðustu leiktíð, en hann von­ast til að leikmaður­inn fari að berj­ast um sæti Kaup­manna­hafn­arliðinu.

„Hann verður í hóp á morg­un og hann þarf að sanna sig. Hann þarf að klóra sig inn í hlut­verk í þessu liði. Von­andi verður hlut­verkið hans sem stærst, en það er ómögu­legt að segja,“ sagði Óskar.

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert