Góðar fréttir fyrir KA

Daníel Hafsteinsson hefur framlengt samning sinn við KA.
Daníel Hafsteinsson hefur framlengt samning sinn við KA. mbl.is/Óttar Geirsson

Knattspyrnumaðurinn Daníel Hafsteinsson hefur framlengt samning sinn við KA til ársins 2025.

Daníel er uppalinn KA-maður, en hann hefur einnig leikið með Dalvík/Reyni og FH hér á landi og Helsingborg í Svíþjóð.

Miðjumaðurinn hefur skorað 12 mörk í 103 leikjum í efstu deild og leikið einn A-landsleik, vináttuleik við Suður-Kóreu í nóvember á síðasta ári.

KA er sem stendur í 9. sæti Bestu deildarinnar með 17 stig. Þá er liðið komið í 2. umferð Sambandsdeildarinnar eftir 3:0-samanlagðan sigur á Connah's Quay frá Wales í 1. umferð. Liðið mætir Dundalk frá Írlandi í 2. umferð.

Það eru spennandi tímar fram undan hjá Akureyrarliðinu, því KA er einnig komið í bikarúrslit og freistar þess að verða bikarmeistari í fyrsta skipti í næsta mánuði. Víkingur úr Reykjavík eða KR verður andstæðingur KA-manna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert