Feðgarnir ræddu saman eftir leik (myndir)

Orri Steinn Óskarsson og Óskar Hrafn Þorvaldsson ræða málin eftir …
Orri Steinn Óskarsson og Óskar Hrafn Þorvaldsson ræða málin eftir leik. mbl.is/Hákon Pálsson

Orri Steinn Óskarsson kom inn á sem varamaður í seinni hálfleik fyrir FC Kaupmannahöfn er liðið vann 2:0-útisigur á Breiðabliki í 2. umferð Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í kvöld.

Óskar Hrafn Þorvaldsson, faðir Orra, er þjálfari Breiðabliks og þeir ræddu saman á grasinu á Kópavogsvelli eftir leik.

Hákon Pálsson, ljósmyndari mbl.is, smellti þessum myndum af Orra ganga til föður síns og ræða við hann.

Orri Steinn gengur í áttina að föður sínum.
Orri Steinn gengur í áttina að föður sínum. mbl.is/Hákon Pálsson
Og nálgast hann óðfluga.
Og nálgast hann óðfluga. mbl.is/Hákon Pálsson
Óskar Hrafn kemur skilaboðum áleiðis á meðan Orri Steinn gerir …
Óskar Hrafn kemur skilaboðum áleiðis á meðan Orri Steinn gerir sig kláran til að koma inn á. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka