Ef þeir misstíga sig

Skagamenn fagna marki í kvöld.
Skagamenn fagna marki í kvöld. mbl.is/Hákon Pálsson

„Ég er hrika­lega ánægður með góðan sig­ur á erfiðum úti­velli enda hef­ur Aft­ur­eld­ing sýnt í sum­ar að það er gríðarlega erfitt að koma hingað að spila svo þetta var virki­lega vel gert hjá strák­un­um, héldu leikplan­inu all­an leik­inn og kláruðu þetta mjög vel,“  sagði Jón Þór Hauks­son þjálf­ari ÍA eft­ir 5:2 sig­ur á Aft­ur­eld­ingu í Mos­fells­bæn­um í kvöld þegar leikið var í næst efstu deild karla í fót­bolta.

Þjálf­ar­inn var stolt­ur af sín­um strák­um fyr­ir að halda sig við leik­skipu­lagið sitt og ætl­ar að vera viðbú­inn ef efsta liðið Aft­ur­eld­ing fer að mis­stíga sig.  „Við vor­um var­kár­ir fram­an af enda Aft­ur­eld­ing spilað vel í sum­ar.  Svo kom­umst við yfir og fór­um þannig inn í hálfleik­inn með frá­bæra stöðu, viss­um að við fengj­um þá frá­bær­ar stöður í seinni hálfleik, sem við kláruðum mjög vel.“

Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA.
Jón Þór Hauks­son, þjálf­ari ÍA. mbl.is/​Guðmund­ur Bjarki

ÍA er í 2. sæti deild­ar­inn­ar, vant­ar 8 stig til að ná Mos­fell­ing­um en á einn leik til góða og Jón Þór er viðbú­inn.  „Við sýnd­um að það er hægt að vinna Aft­ur­eld­ingu, sem hef­ur verið á miklu skriði í sum­ar en ég vona að við höf­um sýnt öðrum liðum í deild­inni að það er hægt að vinna Mos­fell­inga.  Hvort sem þeir mis­stígi sig meira í sum­ar eða ekki, þá ætl­um við að vera til­bún­ir og fylgja eft­ir góðum leikj­um okk­ar með góðu gengi und­an­farið.  Við erum að bæta okk­ur og höld­um áfram að gera það.“

Eng­ar áhyggj­ur af bak­slagi

Magnús Már Ein­ars­son þjálf­ari Aft­ur­eld­ing­ar var til­tölu­lega sátt­ur við sína menn eft­ir tapið fyr­ir ÍA og tel­ur sitt lið geta kom­ist aft­ur í fullt skrið.

Mér fannst bæði lið fara var­færn­is­lega inní leik­inn og al­veg sátt­ur við spila­mennsku okk­ar í fyrri hálfleik þegar við lét­um bolt­ann ganga og vantaði herslumun­inn uppá að skora.  

Svo ná Skaga­menn að skora og það breytti leikn­um aðeins, við för­um þá að sækja meira til að reyna jafna að sjálf­sögðu  en erum þá fáliðir í vörn­inni og því fór sem fór.  Við átt­um að vera betri þegar við töp­um bolt­an­um að vinna hann aft­ur. 

Mos­fell­ing­ar höfðu fyr­ir kvöldið ekki tapað leik í deild­inni, unnið 11 og gert tvö jafn­tefli. 

Ég er alls ekki hrædd­ur við neitt bak­slag, við erum með svo sterka karakt­era og frá­bæra liðsheild að ég hef eng­ar áhyggj­ur af því.  Nú er bara leik­ur við Gróttu á miðviku­dag­inn og við mæt­um þar eins og í alla aðra leiki.  Við höf­um unnið fullt af leikj­um fyr­ir leik­inn í dag og ég sé enga ástæðu til að ef­ast um að við get­um kom­ist á sig­ur­braut aft­ur á miðviku­dag­inn. 

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
03.04 22:00 Ísland : Noregur
04.04 18:00 Sviss : Frakkland
07.04 22:00 Ísland : Sviss
08.04 17:00 Noregur : Frakkland
29.05 22:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
02.06 22:00 Ísland : Frakkland
02.06 22:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
03.04 22:00 Ísland : Noregur
04.04 18:00 Sviss : Frakkland
07.04 22:00 Ísland : Sviss
08.04 17:00 Noregur : Frakkland
29.05 22:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
02.06 22:00 Ísland : Frakkland
02.06 22:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert