Horfum á tvö efstu sætin

Shaina Ashouri í baráttunni í dag.
Shaina Ashouri í baráttunni í dag. Ljósmynd/Kristinn Steinn

„Þetta var frekar jafn leikur. Við erum ekki sáttar við eitt stig, því okkar langaði í þrjú,“ sagði Shaina Ashouri, fyrirliði FH, í samtali við mbl.is eftir 1:1-jafntefli liðsins við Breiðablik í Bestu deildinni í fótbolta í dag.

„Við þurftum að gera betur á síðasta þriðjungi og nýta færin okkar betur. Við fengum færin en náðum bara að nýta eitt. Það er mjög mikilvægt að vera vakandi allan leikinn á móti þessu liði, því annars refsa þær. Þær sýndu það í markinu sínu,“ bætti hún við.

FH hefur komið mörgum á óvart í sumar og er nálægt toppliðunum, þrátt fyrir að vera nýliði. Liðið er í fjórða sæti, sex stigum frá Breiðabliki.

„Við erum búnar með marga leiki á móti toppliðunum, en það geta allir unnið alla í þessari deild. Við horfum á tvö efstu sætin, en líka á leik í einu.Við vissum alltaf hvað við getum. Við erum nýliðar, en við höfum trú á okkur,“ sagði sú bandaríska.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert