Það meiddi sig enginn

Árni Snær í markinu í kvöld.
Árni Snær í markinu í kvöld. Ljósmynd/Kristinn Steinn

„Bæði lið eru ör­ugg­lega svekkt að fá ekki þrjú stig. Eitt á hvort lið er samt ör­ugg­lega sann­gjarnt,“ sagði Árni Snær Ólafs­son, markvörður Stjörn­unn­ar, í sam­tali við mbl.is eft­ir 1:1-jafn­tefli liðsins gegn Breiðabliki í Bestu deild­inni í fót­bolta í kvöld.

Klæm­int Ol­sen fékk dauðafæri til að skora sig­ur­mark Breiðabliks í upp­bót­ar­tíma, en Árni gerði gríðarlega vel í að verja frá þeim fær­eyska. „Ég hélt hann væri að fara að skora, en svo náði ég að gera mig stór­an og þetta reddaðist.“

Hann var ánægður með spila­mennsku Stjörn­unn­ar, á ein­um erfiðasta úti­velli lands­ins.

Árni Snær ræðir við mbl.is í kvöld.
Árni Snær ræðir við mbl.is í kvöld. Ljós­mynd/​Krist­inn Steinn

„Við vor­um hel­víti fín­ir. Við átt­um skot í stöng og hefðum getað verið yfir í hálfleik. Við hefðum getað haldið bet­ur í bolt­ann og stýrt leikn­um bet­ur eft­ir að við kom­umst í 1:0.

Þeir eru geggjað góðir og þetta var góður leik­ur á milli tveggja góðra liða. Þetta var gam­an fyr­ir áhorf­end­ur og okk­ur,“ sagði hann.

Stjörnu­menn voru komn­ir með þrjú gul spjöld eft­ir tæp­lega 20 mín­útna leik, en Árni seg­ir upp­leggið ekki hafa verið að sparka í Blikana. „Það þarf ekki að leggja það upp. Það voru spjöld á bæði lið og þetta er hluti af þessu. Þetta er granna­slag­ur og var ekk­ert gróft. Það meiddi sig eng­inn.“

Árni Snær Ólafsson í leiknum í kvöld.
Árni Snær Ólafs­son í leikn­um í kvöld. Ljós­mynd/​Krist­inn Steinn

Stjarn­an var um tíma í fall­bar­áttu, en eft­ir að Jök­ull Elísa­bet­ar­son tók við liðinu hef­ur gengið batnað til muna. Er liðið nú að berj­ast um Evr­óp­u­sæti.

„Við höf­um náð að slípa okk­ur bet­ur sam­an. Við fáum meira sjálfs­traust þegar sigr­arn­ir koma. Við finn­um að við erum hel­víti góðir. Við get­um unnið öll lið. Það er að ganga bet­ur núna en í byrj­un,“ út­skýrði Skagamaður­inn.

Leik­manna­hóp­ur Stjörn­unn­ar er skipaður spenn­andi ung­um leik­mönn­um í bland við eldri og reynslu­meiri. „Við erum all­ir ung­ling­ar í per­sónu. Bæði ungu strák­arn­ir og þeir eldri eru geggjaðir og þetta er mjög skemmti­legt,“ sagði Árni Snær.  

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert