Frá Svíþjóð og heim í Breiðablik

Sólveig Jóhannesdóttir Larsen er komin heim í Kópvavoginn.
Sólveig Jóhannesdóttir Larsen er komin heim í Kópvavoginn. Ljósmynd/Breiðablik

Knattspyrnukonan Sólveig Jóhannesdóttir Larsen er kominn heim til Breiðabliks eftir veru hjá sænska félaginu Örebro. Hún gerði í dag samning út árið 2024 við uppeldisfélagið.

Sólveig fór til Örebro eftir gott tímabil með Val í fyrra, þar sem hún varð Íslands- og bikarmeistari. Þar spilaði hún hins vegar lítið vegna meiðsla og var ákveðið að rifta samningnum.

Leikmaðurinn, sem er 22 ára, er uppalin hjá Breiðabliki en hefur einnig leikið með HK/Víkingi, Fylki, Val og Aftureldingu. Í 76 leikjum í efstu deild hefur Sólveig gert þrjú mörk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka