Stórskotaárás dugði Blikakonum ekki á toppinn

Breiðablik fagnar marki í kvöld.
Breiðablik fagnar marki í kvöld. Ljósmynd/Árni Sæberg

Hver sóknin rak aðra þegar Selfoss sótti Blikakonur heim í Kópavoginum í þegar leikið var í efstu deild kvenna í fótbolta og 4:0 sigur öruggur, hefði getað verið stærri þar sem Breiðablik átti 28 skot á móti þremur gestanna - en það dugar ekki til að taka toppsætið af Val sem vann Þrótt á sama tíma á meðan Selfoss festist enn frekar á botni deildarinnar.

Stórskotaárás Blikakvenna gaf fyrirheit um hvað var í vændum,  eftir 6 skot á markið varð eitthvað eftir að láta og hver önnur en Agla María Albertsdóttir var þá mætt og rétt innan við vítateiginn kom hnitmiðað skot í hægra hornið og Breiðablik komið með 1:0 forystu á 10. mínútu en þetta var hennar sjötta mark í deildinni í sumar.

Blikakonur slógu aðeins af eftir markið og Selfoss stökk þá í sókn og Bergrós Ásgeirsdóttir á 18. mínútu átti gott skot á mark Breiðabliks en það var beint á markmanninn.

Sú sókn gestanna ræsti Blika aftur og sóknir þeirra þyngdust stöðugt en nú gekk gestunum aðeins betur að eiga við sóknarþungann sem varð ekki svo þungur, eitthvað úti á vellinum en ekki nálægt marki Selfyssinga.

Síðan leið beið en á 42. mínútu kom næsta mark þegar Andrea Rut Bjarnadóttir gaf fyrir mark Selfyssinga utan af hægri kanti og öllum á óvörum datt boltinn niður í hægra hornið – eflaust var þetta lúmskt gott skot og markið flott, staðan orðin 2:0.

Á síðustu mínútu fyrri hálfleik kom þriðja markið eftir hornspyrnu Öglu Maríu frá vinstri, boltinn datt niður við markteigslínu þar sem Bergþóra Sól Ásmundsdóttir ýtti honum yfir línuna.

Aðeins voru liðnar tvær mínútur af síðari hálfleik þegar Linli Tu opnaði markareikning sinn hjá Breiðabliki en hún kom inná í hálfleik, átti fyrst skot af stuttu færi en eins og sannur markaskorari var hún vel á verði og þrumaði í markið þegar Idu-Kristine í marki Selfoss hélt ekki boltanum. 

Eftir það hélt Breiðablik áfram að sækja og skjóta en tókst ekki nógu vel upp að hitta markið.

Næsti leikur Breiðabliks er gegn Þór/KA í Kópavoginum á mánudaginn en Selfoss fer til Sauðárkróks að mæta Tindastól á þriðjudeginum.

Blikakonan Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir og Selfyssingurinn Auður Helga Halldórsdóttir í …
Blikakonan Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir og Selfyssingurinn Auður Helga Halldórsdóttir í fyrri leik liðanna. Hákon Pálsson
Breiðablik 4:0 Selfoss opna loka
90. mín. +3 í uppbót.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka