Stórskotaárás dugði Blikakonum ekki á toppinn

Breiðablik fagnar marki í kvöld.
Breiðablik fagnar marki í kvöld. Ljósmynd/Árni Sæberg

Hver sókn­in rak aðra þegar Sel­foss sótti Blika­kon­ur heim í Kópa­vog­in­um í þegar leikið var í efstu deild kvenna í fót­bolta og 4:0 sig­ur ör­ugg­ur, hefði getað verið stærri þar sem Breiðablik átti 28 skot á móti þrem­ur gest­anna - en það dug­ar ekki til að taka topp­sætið af Val sem vann Þrótt á sama tíma á meðan Sel­foss fest­ist enn frek­ar á botni deild­ar­inn­ar.

Stór­skota­árás Blika­kvenna gaf fyr­ir­heit um hvað var í vænd­um,  eft­ir 6 skot á markið varð eitt­hvað eft­ir að láta og hver önn­ur en Agla María Al­berts­dótt­ir var þá mætt og rétt inn­an við víta­teig­inn kom hnit­miðað skot í hægra hornið og Breiðablik komið með 1:0 for­ystu á 10. mín­útu en þetta var henn­ar sjötta mark í deild­inni í sum­ar.

Blika­kon­ur slógu aðeins af eft­ir markið og Sel­foss stökk þá í sókn og Bergrós Ásgeirs­dótt­ir á 18. mín­útu átti gott skot á mark Breiðabliks en það var beint á mark­mann­inn.

Sú sókn gest­anna ræsti Blika aft­ur og sókn­ir þeirra þyngd­ust stöðugt en nú gekk gest­un­um aðeins bet­ur að eiga við sókn­arþung­ann sem varð ekki svo þung­ur, eitt­hvað úti á vell­in­um en ekki ná­lægt marki Sel­fyss­inga.

Síðan leið beið en á 42. mín­útu kom næsta mark þegar Andrea Rut Bjarna­dótt­ir gaf fyr­ir mark Sel­fyss­inga utan af hægri kanti og öll­um á óvör­um datt bolt­inn niður í hægra hornið – ef­laust var þetta lúmskt gott skot og markið flott, staðan orðin 2:0.

Á síðustu mín­útu fyrri hálfleik kom þriðja markið eft­ir horn­spyrnu Öglu Maríu frá vinstri, bolt­inn datt niður við markteigs­línu þar sem Bergþóra Sól Ásmunds­dótt­ir ýtti hon­um yfir lín­una.

Aðeins voru liðnar tvær mín­út­ur af síðari hálfleik þegar Linli Tu opnaði marka­reikn­ing sinn hjá Breiðabliki en hún kom inná í hálfleik, átti fyrst skot af stuttu færi en eins og sann­ur marka­skor­ari var hún vel á verði og þrumaði í markið þegar Idu-Krist­ine í marki Sel­foss hélt ekki bolt­an­um. 

Eft­ir það hélt Breiðablik áfram að sækja og skjóta en tókst ekki nógu vel upp að hitta markið.

Næsti leik­ur Breiðabliks er gegn Þór/​KA í Kópa­vog­in­um á mánu­dag­inn en Sel­foss fer til Sauðár­króks að mæta Tinda­stól á þriðju­deg­in­um.

Blikakonan Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir og Selfyssingurinn Auður Helga Halldórsdóttir í …
Blika­kon­an Áslaug Munda Gunn­laugs­dótt­ir og Sel­fyss­ing­ur­inn Auður Helga Hall­dórs­dótt­ir í fyrri leik liðanna. Há­kon Páls­son
Breiðablik 4:0 Sel­foss opna loka
skorar Agla María Albertsdóttir (10. mín.)
skorar Andrea Rut Bjarnadóttir (41. mín.)
skorar Bergþóra Sól Ásmundsdóttir (45. mín.)
skorar Linli Tu (47. mín.)
Mörk
Spjöld
fær gult spjald Íris Una Þórðardóttir (60. mín.)
mín.
90 Leik lokið
90
+3 í uppbót.
89 Linli Tu (Breiðablik) á skot sem er varið
Af stuttu færi en hitti ekki í gegnum þvöguna, mjög gott færi.
87 Breiðablik fær hornspyrnu
Hreinsað frá að lokum.
86 Agla María Albertsdóttir (Breiðablik) á skot sem er varið
Sending Birtu frá hægri og færið stutt en varið í slánna, boltinn síðan niður en ekki yfir marklínuna.
83 Selfoss fær hornspyrnu
Engin hætta.
81 Eva Lind Elíasdóttir (Selfoss) kemur inn á
81 Íris Una Þórðardóttir (Selfoss) fer af velli
81 Grace Sklopan (Selfoss) kemur inn á
81 Kristrún Rut Antonsdóttir (Selfoss) fer af velli
76 Birta Georgsdóttir (Breiðablik) á skot framhjá
Sending inn í teig en skaut yfir af stuttu færi.
74 Clara Sigurðardóttir (Breiðablik) kemur inn á
74 Bergþóra Sól Ásmundsdóttir (Breiðablik) fer af velli
74 Agla María Albertsdóttir (Breiðablik) á skot framhjá
Enn reynir hún og nú skot utan teigs rétt yfir.
73 Breiðablik fær hornspyrnu
Spilað úr því.
72 Sif Atladóttir (Selfoss) á skot framhjá
Lúmskt utan af kanti og yfir rétt við stöngina.
70 Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir (Breiðablik) á skot sem er varið
Langt færi og markvörður Selfoss lagðist fyrir boltann.
68 Vigdís Lilja Kristjánsdóttir (Breiðablik) kemur inn á
68 Ásta Eir Árna­dótt­ir (Breiðablik) fer af velli
68 Írena Héðinsdóttir Gonzalez (Breiðablik) á skot sem er varið
Langt færi en of laust og gripið.
65 Selfoss fær hornspyrnu
Telma hirti boltann.
65 Elín Helena Karlsdóttir (Breiðablik) á skot sem er varið
Langt færi og gripið af markverði Selfoss.
64 Breiðablik fær hornspyrnu
Hreinsað frá.
60 Agla María Albertsdóttir (Breiðablik) á skot framhjá
Utan teigs og rétt yfir.
60 Íris Una Þórðardóttir (Selfoss) fær gult spjald
57 Breiðablik fær hornspyrnu
Hreinsað frá en ekki langt.
56 Kristrún Rut Antonsdóttir (Selfoss) á skot sem er varið
Langt færi en auðvarið.
53 Auður Helga Hall­dórs­dótt­ir (Selfoss) kemur inn á
53 Abigail Burdette (Selfoss) fer af velli
53 Embla Dís Gunnarsdóttir (Selfoss) kemur inn á
53 Sigríður Th. Guðmundsdóttir (Selfoss) fer af velli
53 Katrín Ágústsdóttir (Selfoss) kemur inn á
53 Bergrós Ásgeirsdóttir (Selfoss) fer af velli
53 Linli Tu (Breiðablik) á skot yfir
Af markteigslínu en skaut yfir.
53 Breiðablik fær hornspyrnu
Spilað úr því.
52 Agla María Albertsdóttir (Breiðablik) á skot sem er varið
Geystist upp völlinn, lék á vörn Selfoss utan teigs en vörnin náði að komast fyrir skotið.
49 Birta Georgsdóttir (Breiðablik) á skot framhjá
Gott færi og næði en skotið rétt framhjá.
48 Agla María Albertsdóttir (Breiðablik) á skot framhjá
Þrumuskot utan teigs rétt framhjá stönginni.
47 MARK! Linli Tu (Breiðablik) skorar
MARK 3:0. Hirti boltann eftir að markvörður Selfoss náði að verja og þrumaði í netið af mjög stuttu færi.
47 Linli Tu (Breiðablik) á skot sem er varið
Sending frá vinstri og stutt færi en varið.
46 Linli Tu (Breiðablik) á skalla sem fer framhjá
Flott sending þvert fyrir markið frá vinstri en hún náði ekki nógu vel í boltann.
46 Seinni hálfleikur hafinn
46 Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir (Breiðablik) kemur inn á
46 Katrín Ásbjörnsdóttir (Breiðablik) fer af velli
46 Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir (Breiðablik) kemur inn á
46 Hafrún Rakel Halldórsdóttir (Breiðablik) fer af velli
45 Hálfleikur
Miðað við fjölda skota Blika er staðan eðlileg.
45 MARK! Bergþóra Sól Ásmundsdóttir (Breiðablik) skorar
+2 MARK 3:0.
45 Breiðablik fær hornspyrnu
Hætta á ferð.
45
Þremur mínútum bætt við.
45 Írena Héðinsdóttir Gonzalez (Breiðablik) á skot framhjá
Hörkuskot utan teigs og rétt framhjá.
41 MARK! Andrea Rut Bjarnadóttir (Breiðablik) skorar
MARK 2:0. Leit út fyrir að vera fyrirgjöf frá hægri kantinum en boltinn datt niður í vinstra hornið. Leikmenn jafnt sem áhorfendur voru hissa og eiginlega brá þegar flautað var mark. Flott engu að síður.
40 Breiðablik fær hornspyrnu
Spilað úr því.
32 Selfoss fær hornspyrnu
Engin hætta.
24 Agla María Albertsdóttir (Breiðablik) á skot framhjá
Ýtti eiginlega boltanum yfir af stuttu færi.
22 Breiðablik fær hornspyrnu
Þriðja í röð. Nú spilað úr því.
22 Breiðablik fær hornspyrnu
Skallað í horn.
21 Breiðablik fær hornspyrnu
Slegið yfir.
20 Hafrún Rakel Halldórsdóttir (Breiðablik) á skot sem er varið
Utan teigs en glæsilega varið í horn.
18 Írena Héðinsdóttir Gonzalez (Breiðablik) kemur inn á
18 Toni Pressley (Breiðablik) fer af velli
Meidd.
18 Bergrós Ásgeirsdóttir (Selfoss) á skot sem er varið
Af löngu færi og skotið gott en varið.
11 Birta Georgsdóttir (Breiðablik) á skot sem er varið
Utan teigs og beint á markmann.
10 MARK! Agla María Albertsdóttir (Breiðablik) skorar
MARK 1:0. Selfoss gekk illa að hreinsa eftir horn og þunga sókn en boltinn barst síðan út í vítateig þar sem hún skaut hnitmiðað í hægra hornið.
10 Birta Georgsdóttir (Breiðablik) á skot sem er varið
Fast skot utan vítateigs en beint á markmann.
9 Breiðablik fær hornspyrnu
Spilað úr því.
8 Katrín Ásbjörnsdóttir (Breiðablik) á skot framhjá
Fékk boltann við endalínu og skaut framhjá hinni stönginni.
8 Agla María Albertsdóttir (Breiðablik) á skot sem er varið
Var komin alveg upp að markmanni Selfoss, sem lagðist fyrir skotið.
5 Bergþóra Sól Ásmundsdóttir (Breiðablik) á skot framhjá
Utan teigs en rétt framhjá.
1 Agla María Albertsdóttir (Breiðablik) á skot framhjá
Aftur skot utan teigs en núna framhjá stönginni.
1 Agla María Albertsdóttir (Breiðablik) á skot sem er varið
Utan teigs en beint á Idun í markinu.
1 Breiðablik fær hornspyrnu
Spilað úr því.
1 Leikur hafinn
Blikar byrja með boltann og leika til suð-vesturs í átt að Arnarnesinu.
0
Liðin rölta inná völlinn með ungar Blikastúlkur sér til stuðnings.
0
Fimm mínútur í leik, liðin lesin upp og um 38 manns mættir.
0
Markahæst hjá Selfossi er Katla María Þórðardóttir með tvö mörk.
0
Markahæstar hjá Blikum eru Katrín Ásbjörnsdóttir og Agla María Albertsdóttir með sitthvor 5 mörkin en Taylor Ziemer og Andrea Rut Bjarnadóttir með fjögur.
0
Korter í leik og einhver deyfð yfir umgjörðinni, allir salir lokaðir og um 20 manns í stúkunni.
0
Selfoss gerir tvær breytingar á byrjunarliðinu eftir 1:0 sigur á Keflavík. Haley Marie Johnson og Sigríður Th. Guðmundsdóttir byrja inná en Barbára Sól Gísladóttir er á varamannabekknum en Emelía Óskarsdóttir ekki í hópnum.
0
Blikakonur gera eina breytingu á byrjunarliðinu því jafntefli gegn FH, Katrín Ásbjörnsdóttir kemur inná en Linli Tu sest á bekkinn.
0
Selfyssingar fengu Abbey Burdette frá Bandaríkjunum en misstu á móti Jimenu Lópes til Spánar í byrjun júlí og síðan var Lilja Björk Unnarsdóttir lánuð í Aftureldingu.
0
Fregnir voru um að Sólveig Jóhannesdóttir Larsen komi heim í Kópavoginn frá Svíþjóð en lék síðast með Val í fyrra. Hún er þó ekki í hópnum í dag.
0
Helstu viðskipti Blikakvenna í félagaskiptiglugganum, sem er opin til 15. ágúst er að Linli Tu sóknarmaður kemur frá Keflavík þar sem hún er markahæst en þær eru báðar á bekknum í dag. Auk þess kom Halla Margét frá Aftureldingu en Margrét Lea Gísladóttir fer til Keflavíkur að láni en hún var í láni hjá Gróttu.
0
Blikakonur berjast á fleiri vígstöðum því eftir rétt rúma viku mæta þær Víkingum frá Reykjavík í bikarúrslitum.
0
Þá má minnast á spá þjálfara, fyrirliða og forráðamanns liðanna í deildinni sem segja standi upp sig meistarar í deildinni, nokkrum stigum á undan Val, en Selfoss verði nokkuð öruggt í 6. sætinu.
0
Selfoss aftur móti vermir botnsæti deildarinnar eftir 13 leiki með 10 stig, tveimur minna en Keflavík, þremur minna en ÍBV og fjórum minna en nýliðar Tindastóls. Selfyssingar töpuðu tveimur fyrstu leikjunum en náðu svo í stig gegn Val. Unnu síðan nýliða Tindastóls fyrir sunnan en síðan tók við fjögurra leikja taphrina og Selfoss á botninn. Sigur á Stjörnunni dugði ekki til komust úr 10. sætinu og 1:0 sigur Keflavík ekki heldur.
0
Fyrir ofan Blikakonur trónir Valur á toppnum með 29 stig og einu marki verri markatölu svo sigur á Selfossi í kvöld gæti skilað Kópavogsliðinu á topp deildarinnar – ef Valur tapar fyrir Þrótti á sama tíma. Tap, svo framarlega sem Þróttur vinnur stóran sigur á Val og Blikar tapi stórt fyrir Selfossi, gæti þýtt þriðja sætið fyrir Blika.
0
Breiðablik er í 2. sæti deildarinnar með með 27 stig eftir 13 leiki og bestu markatölu í deildinni, hafa skorað 30 mörk og fengið á sig 10.
0
Fyrri leik Selfoss og Blikakvenna í 6. umferð lauk með 3:0 sigri gestanna þar sem Hafrún Rakel Halldórsdóttir og Andrea Rut Bjarnadóttir skoraðu snemma en Barbára Sól Gísladóttir skoraði svo sjálfsmark.
0
Tveir leikir eru í efstu deild kvenna í fótbolta í kvöld. Hér í Kópavogi sækir Selfoss Blikakonur heim og að Hlíðarenda keppa Valur og Þróttur frá Reykjavík.
0
Blikaliðið er í öðru sæti deildarinnar með 27 stig en Selfoss er í neðsta sæti með 10.
0
Góða kvöldið og verið velkomin með mbl.is í beina textalýsingu á leik Breiðabliks og Selfoss í 14. umferð Bestu deildar kvenna í knattspyrnu.
Sjá meira
Sjá allt

Breiðablik: (4-4-2) Mark: Telma Ívarsdóttir. Vörn: Ásta Eir Árna­dótt­ir (Vigdís Lilja Kristjánsdóttir 68), Elín Helena Karlsdóttir, Toni Pressley (Írena Héðinsdóttir Gonzalez 18), Hafrún Rakel Halldórsdóttir (Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir 46). Miðja: Birta Georgsdóttir, Taylor Ziemer, Bergþóra Sól Ásmundsdóttir (Clara Sigurðardóttir 74), Agla María Albertsdóttir. Sókn: Katrín Ásbjörnsdóttir (Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir 46), Andrea Rut Bjarnadóttir.
Varamenn: (M), Clara Sigurðardóttir, Vigdís Lilja Kristjánsdóttir, Írena Héðinsdóttir Gonzalez, Karitas Tómasdóttir, Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir, Linli Tu, Halla Margrét Hinriksdóttir.

Selfoss: (4-3-3) Mark: Idun-Kristine Jörgensen. Vörn: Unnur Dóra Bergsdóttir, Áslaug Dóra Sig­ur­björns­dótt­ir, Sif Atladóttir, Íris Una Þórðardóttir (Eva Lind Elíasdóttir 81). Miðja: Abigail Burdette (Auður Helga Hall­dórs­dótt­ir 53), Sigríður Th. Guðmundsdóttir (Embla Dís Gunnarsdóttir 53), Katla María Þórðardótt­ir. Sókn: Kristrún Rut Antonsdóttir (Grace Sklopan 81), Haley Johnson, Bergrós Ásgeirsdóttir (Katrín Ágústsdóttir 53).
Varamenn: Karen Rós Torfadóttir (M), Brynja Líf Jónsdóttir, Katrín Ágústsdóttir, Embla Dís Gunnarsdóttir, Grace Sklopan, Eva Lind Elíasdóttir, Auður Helga Hall­dórs­dótt­ir.

Skot: Breiðablik 28 (16) - Selfoss 3 (2)
Horn: Breiðablik 12 - Selfoss 3.

Lýsandi: Stefán Stefánsson
Völlur: Kópavogsvöllur

Leikur hefst
3. ágú. 2023 19:15

Aðstæður:
Vestan andvari, hiti um 13 gráður og alskýjað.

Dómari: Óli Njáll Ingólfsson
Aðstoðardómarar: Guðmundur Ingi Bjarnason og Guðmundur Valgeirsson

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert